Smástundarsafnið

Sunnudaginn 7. júlí verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Hönnunarsafninu. Aðgangur er ókeypis.

FJÖLSKYLDULEIÐSÖGN Kl. 14:30 um yfirstandandi sýningu, Óvænt kynni, í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur fulltrúa safneignar.  Í leiðsögninni mun Þóra flétta inn frásögnum af því starfi sem fram fer á bak við tjöldin í Hönnunarsafninu og varpa ljósi á þá vinnu sem í gangi er á heimildaöflun um íslenska hönnunarsögu.

ÓVÆNT KYNNI - Innreið nútímans í íslenska hönnun (7.6. -13.10. 2013)

Lesa áfram

Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt næstkomandi sunnudag. Hönnunarsafnið tekur þátt í deginum af fullum krafti og fær skemmtilega heimsókn. Þann dag mun söfnum í Garðabæ fjölga um eitt þegar Smástundarsafnið skýtur upp kollinum hjá Hönnunarsafninu.

Hvað er þetta? Hvernig virkar það? Hvað gerir það eiginlega?

Átt þú hlut sem þú hefur aldrei áttað þig á hvernig virkar eða hvað hann gerir? Ef svo er, komdu við á sunnudaginn á milli 15 og 17. Smástundarsafnið tekur við hlutnum, skráir hann og vangaveltur þínar eða annarra um hann. Að sýningu lokinni tekur þú hlutinn aftur heim.
Taktu með þér dularfullan hlut eða hjálpaðu öðrum að finna út því hvernig þeirra hlutur virkar.
Verðum með heitt á könnunni og með því,
Hlökkum til að sjá ykkur!

Lesa áfram

Sunnudaginn 7. júlí verður íslenski safnadagurinn haldinn um allt land. Ýmislegt skemmtilegt verður um að vera í Hönnunarsafni Íslands.

Boðið verður upp á leiðsögn um sumarsýningu safnsins, Óvænt kynni kl. 14.30. Við það tækifæri opnum við Pallinn. Pallurinn verður staðsettur fyrir framan sýningarsalinn. Þar verður stillt upp ýmsum gripum úr safneign á meðan á sumarsýningunni stendur. Það kemst þó ekki hvað sem er á Pallinn. Þangað fara þeir gripir sem við þekkjum lítið til eða vantar upplýsingar um. Við viljum því leita til gesta eftir upplýsingum um viðkomandi grip eða vangaveltum um sögu hans.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Smástundarsafnið