Safnfræðsla

Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands mun ganga um sýninguna Hlutirnir okkar með safngestum. Á sýningunni eru valdir gripir úr safneign safnsins sem margir ættu að kannast við og þekkja, án þess þó að hafa velt því fyrir sér hver okkar hönnunarsaga sé. Söfnunarsvið safnsins er afar breitt og á sýningunni hefur verið lögð áhersla á að sýna íslensk húsgögn frá ólíkum tímabilum síðustu aldar ásamt því að nokkur dæmi um grafíska hönnun úr safneign safnsins eru sýnd, íslensk leirlist og nýleg íslensk vöruhönnun.


Safneign Hönnunarsafnsins samanstendur af rúmlega eitt þúsund gripum. Safnið leggur sérstaka áherslu á að safna íslenskum gripum en einnig má finna þekkta norræna og alþjóðlega hönnun í safneign safnsins.


Athugið að þetta er síðasta sýningarhelgi!

Lesa áfram

Þriðjudaginn 18. október 2011, kl. 20, flytur Pétur H. Ármannsson arkitekt fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands, um byggingarlist í Garðabæ. Fyrirlesturinn er fyrsti fyrirlesturinn í fyrirlestraröð um Áratugi í íslenskri hönnunarsögu sem Hönnunarsafnið hyggst standa að á næstu misserum.

Lesa áfram

Sunnudaginn 16. október 2011, kl. 14 mun Elísabet V. Ingvarsdóttir hönnunarfræðingur ganga um sýningu Hönnunarsafnsins á Hlutunum okkar með safngestum.  Á sýningunni eru valdir gripir úr safneign safnsins sem margir ættu að kannast við og þekkja, án þess þó að hafa velt því fyrir sér hver okkar hönnunarsaga sé. Söfnunarsvið safnsins er afar breitt og á sýningunni hefur verið lögð áhersla á að sýna íslensk húsgögn frá ólíkum tímabilum síðustu aldar ásamt því að nokkur dæmi um grafíska hönnun úr safneign safnsins eru sýnd, íslensk leirlist og nýleg íslensk vöruhönnun.

Safneign Hönnunarsafnsins samanstendur af rúmlega eitt þúsund gripum. Safnið leggur sérstaka áherslu á að safna íslenskum gripum en einnig má finna þekkta norræna og alþjóðlega hönnun í safneign safnsins.

Lesa áfram

Þann 16. september n.k. standa fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands fyrir námsstefnu í nýsköpun og frumkvöðlamennt fyrir leik- og grunnskólakennara í Garðabæ. Námsstefnan verður haldin í smiðju í Hönnunarsafni Íslands.

Dr. Rósa Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu verður með vinnusmiðju í nýsköpunar og frumkvöðlamennt fyrir starfsmenn leik- og grunnskóla Garðabæjar.

Lesa áfram

Sunnudaginn 10. júlí var Hönnunarsafn Íslands með ratleik í tilefni af íslenska safnadeginum. Þátttakendur í leiknum urðu að svara sjö spurningum rétt til að eiga von á verðlaunum. Meðal þess beðið var um var að finna nöfn dýra í heitum safngripa, að finna rauða hluti á sýningunni og að leita að manninum í reit N12 á plakatinu Íslenska er okkar mál.  Þátttaka var afar góð og almenn ánægja með leikinn.

Dregið var úr réttum lausnum og fengu tíu manns pakka sem innihélt tvö plaköt og þrjár bækur: Lifandi silfrið, Hagvirkni og Mót.

Lesa áfram

Sunnudaginn 10. júlí er íslenski safnadagurinn en þá bjóða söfnin upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í Hönnunarsafni Íslands verður ratleikur um yfirstandandi sýningu safnsins og tilboð í safnbúð á bókum ásamt því að íslenska skyrkonfektið frá Erpsstöðum verður til sölu.

Verið velkomin til okkar á sunnudaginn, aðgangur er ókeypis á íslenska safnadaginn.

 

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Safnfræðsla