Safnfræðsla

Í Hönnunarsafni Íslands stendur yfir sýningin FIMM  ÁRATUGIR  Í  GRAFÍSKRI HÖNNUN.
Þar má sjá verk grafíska hönnuðarins Gísla B. Björnssonar.  Á langri starfsævi hefur hann hannað mörg þekkt merki fyrirtækja, t.d. merki Sjónvarpsins, Norræna félagsins og Hjartaverndar.

Tvær leiðsagnir eru framundan:

Hádegisleiðsögn. Föstudaginn 7. des. kl. 12.
Árdís Olgeirsdóttir fræðslufulltrúi sér um leiðsögn.

Almenn leiðsögn. Sunnudaginn 9. des. kl. 14.
Harpa Þórsdóttir forstöðumaður sér um leiðsögn.

Lesa áfram

Þóra Sigurbjörnsdóttir verður með leiðsögn sniðna að fjölskyldum næstkomandi sunnudag kl. 14.00.
Gengið verður um sýninguna „Fimm áratugir í grafískri hönnun“. Þóra mun skoða sérstaklega tákn og grunnform í hönnun Gísla B.Björnssonar en á sýningunni má sjá bókakápur, forsíður tímarita og þekkt merki fyrirtækja og félagasamtaka.
 
Að lokinni leiðsögn geta fjölskyldur tekið þátt í skemmtilegri listasmiðju og hannað sitt eigið merki.

Leiðsögnin tekur um 20 mín og listasmiðjan verður opin þar á eftir. Nánari upplýsingar um safnið er að finna á vefsíðu safnsins,
www.honnunarsafn.is og á fésbókinni.

Lesa áfram

Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands flytur fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands miðvikudagskvöldið 14. nóvember kl. 20. Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af yfirstandandi sýningu á verkum Gísla B. Björnssonar í safninu.

Lesa áfram

Á sunnudaginn kl. 14 mun Ármann Agnarsson sýningarstjóri ganga með Gísla B. Björnssyni um sýninguna á verkum hans. 

Gestum gefst kærkomið tækifæri til að hlusta á ýmsan fróðleik um grafíska hönnun á Íslandi og feril Gísla, en hann er einn atkvæðamesti grafíski hönnuðurinn í íslenskri hönnunarsögu á 20. öld.

Gísli hefur m.a. hannað  fjölda bókakápa og mörg þekkt merki fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana í samvinnu við samstarfsfólk sitt. T.d.  merki Sjónvarpsins, merki Norræna félagsins og merki Hjartaverndar.

Sýningarstjóri er Ármann Agnarsson grafískur hönnuður og stundakennari við LHÍ.

 

Nánari upplýsingar um fræðsludagskrá og sýninguna á heimasíðu safnsins, www.honnunarsafn.is.

Verið velkomin!

Lesa áfram

Matarhönnun í Hönnunarsafni Íslands, sunnudaginn 9. september 2012, kl. 14.

Lesa áfram

Staðsetning: Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1.
Tími: Föstudagur 14. september, 2012  frá kl. 8:30 -15.

Lesa áfram

Sunnudaginn 8. júlí er íslenski safnadagurinn en þá bjóða söfnin upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í Hönnunarsafni Íslands verður ratleikur fyrir alla fjölskylduna um yfirstandandi sýningu safnsins sem ber heitið ,,Saga til næsta bæjar". Dregið verður úr réttum lausnum og vegleg verðlaun í boði.

Saga til næsta bæjar er saga líðandi stundar, lýsing augnabliks í íslenskri vöruhönnun og innsýn í síðasta áratug, barnæsku fagsins á Íslandi á umbrotatímum.
nánar

Í anddyri safnsins er hægt að setjast niður við borðið Góu, spjalla eða fletta blaði yfir kaffibolla og súkkulaðifjalli.

Verið velkomin til okkar á sunnudaginn, aðgangur er ókeypis á íslenska safnadaginn.

Lesa áfram

Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og sýningarstjóri sýningarinnar, gengur með hönnuðum og skoðar verk þeirra.  Á sýningunni eru verk unnin með prjóni en hönnuðirnir voru sérstaklega beðnir um að færa vinnu sína fyrir sýninguna út fyrir þann bundna ramma sem markaður, tíska, framleiðsluþættir og kostnaður setur þeim almennt í þeirra vinnu. Hér er því um fantasíur margra okkar þekktustu hönnuða að ræða. Rætt verður um það í hverju höfundareinkenni þeirra felast og hvernig hönnuðirnir nálgast prjón og hefðbundnar aðferðir í vöruþróun sinni, með það í huga að skapa eitthvað nýtt og umbylta viðteknum venjum.

Verið velkomin.

Fimmtudagur 3. maí 2012, kl. 12:15

Ókeypis aðgangur

Lesa áfram

Listadagar barna- og ungmenna eru haldnir í Garðabæ dagana 19.-29. apríl 2012. Þema listadaganna er ,,Hljómlist” og listadagarnir eru sannkölluð uppskeruhátíð.
 
Hönnunarsafnið hefur boðið upp á hljóðfæra- og listasmiðjur fyrir leik- og grunnskólahópa alla Listadagavikuna.
Lautin fyrir framan safnið hefur fengið skemmtilega uppliftingu með skrautlegum Listadagafígúrum sem nemendur leik- og grunnskólar Garðabæjar hafa skreytt í tilefni daganna.

Lesa áfram

Í apríl og maí býðst nemendum í  leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að koma í heimsókn í Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ og taka þátt í listasmiðju fyrir börn.

Í sýningarsölum safnsins eru tvær sýningar sýningin Fingramál og sýningin Sjálfsagðir hlutir Á sýningunni „Sjálfsagðir hlutir“ eru sýndir nokkrir hlutir sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og efnisvali þeirra gerð skil. Augnlinsur, tannstönglar, klósett og bréfaklemmur eru dæmi um hluti sem við teljum sjálfsagða í dag.

Í tengslum við sýninguna er starfrækt listasmiðja fyrir börn þar sem skólahópar hafa búið til flautur, smellur, módel af húsgögnum og annað skemmtilegt.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Safnfræðsla