Safneign

Hönnunarsafnið sem heimili

Á sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili má finna í kringum 200 dæmi um íslenska hönnun en safneign Hönnunarsafns Íslands telur í heild um 5000 muni frá árinu 1900 til dagsins í dag.

2023-02-03T12:15:00 to 2026-03-01T12:15:00
Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands auglýsir til umsóknar starf sérfræðings safneignar. Í starfinu felst skráning safngripa, umsjón með safnkosti og varðveislurýmum safnsins ásamt því að miðla á skapandi hátt þessari áhugaverðu hlið safnsins.
Leitað er að lausnamiðuðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og hönnun.

Leitað er að lausnamiðuðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og hönnun.

Helstu viðfangsefni:

• Umsjón með safnkosti og varðveislurými safnsins
• Skráning á safnkosti í Sarp skráningarkerfi
• Eftirlit og umsjón með aðstæðum í sýningasölum
• Miðlun safnkosts á samfélagsmiðlum
• Svörun fyrirspurna
• Þátttaka í gerð sýninga
• Önnur verkefni sem safnstjóri felur starfsmanni

Lesa áfram

Gögn úr samkeppnum sem haldnar hafa verið eftir reglum Arkitektafélags Íslands eru varðveitt í Hönnunarsafni Íslands.

Hér má er að finna lista yfir þær samkeppnir sem eru varðveittar frá árinu 2012:


2012

 • Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa
 • Gönguleið um Kárastaðastíg
 • Götugögn- hjól
 • Hjúkrunarheimili á Ísafirði
 • Ingólfstorg _ Kvosin
 • Nýtt fangelsi á Hólmsheiði
 • Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
 • Stöng
 • Umhverfi Gullfoss

2013

 • Fjölbrautaskóli Suðurlands – stækkun verknámsaðstöðu
 • Sundhöllin í Reykjavík

2014

 • Geysir
 • Skipulag Háskólasvæðisins

2015

Lesa áfram

Á dögunum hélt Garðabær upp á 40 ára afmæli sitt með hátíðlegri dagskrá á Garðatorgi. Af þessu tilefni bauð Hönnunarsafn Íslands valinkunnum Garðbæingum að velja sér safngrip úr varðveislurýmum safnsins til að setja upp á safnmunasýninguna Geymilegir hlutir.

Sjö Garðbæingar mættu á tilsettum tíma og fylgdi starfsfólki safnsins um varðveislurýmin og fékk dálitla innsýn í verkefni starfsfólks. Á afmælisdaginn sjálfan var búið að stilla safngripnum upp ásamt stuttri frásögn sem skýrði af hverju viðkomandi valdi þann grip.

Lesa áfram

Við bjóðum upp á glænýja sýningu með völdum munum úr safnkosti safnsins. Á 17. júní er ókeypis aðgangur í safnið og opið frá 12-17. Við hvetjum alla til að nýta daginn og gera sér ferð í safnið og skoða úrvalsmuni úr safneigninni sem varpa ágætu ljósi á þá breidd sem einkennir söfnunarsvið Hönnunarsafnsins. Á sýningunni má skoða módel af byggingu Högnu Sigurðardóttur að Bakkaflöt 1 í Garðabæ, en einnig Appollo stól Gunnars Magnússonar og fatnað íslenskra tískuhönnuða og listamanna. Nokkrir lampar eru til sýnis, meðal annars Heklulampi þeirra Péturs B. Lútherssonar og Jóns Ólafssonar en Heklulampinn var framleiddur í mörg ár í Danmörku og seldur víða. Meirihluti safneignar safnsins eru gjafir og á sýningunni geta gestir lesið sér til gagns og fróðleiks ýmsa texta um það af hverju ákveðnum hlutum er safnað.

Lesa áfram

Geymilegir hlutir

Hönnunarsafn Íslands á fjölda geymilegra hluta og hefur brýna ástæðu til að sýna þá og gera þá eftirminnilega í þágu íslenskrar hönnunarsögu. Geymilegir hlutir eru úrvalsmunir sem safnið varðveitir af ýmsum ástæðum. Hönnunarsafn Íslands hefur það mikilvæga hlutverk að marka sögu íslenskrar hönnunar með safneign sinni og stígur stór skref þessi árin. Lýsingarorðið geymilegur er lítt þekkt í dag. En gömul merking orðsins var sett í samhengi við gjafmildi og stórhug, eins og vitnað er um í tímaritinu Skírni árið 1913 á eftirfarandi hátt ,,…þá verður sá talinn mestur er mest gaf af geymilegum hlutum." Í þessari setningu liggur einmitt kjarninn í starfsemi Hönnunarsafnsins. Stór hluti safneignar safnsins er vegna gjafa, sem oft hafa borist með óvæntum hætti eða verið leitað eftir að fá til safnsins. Á sýningunni má finna frásagnir af því hvernig munirnir komu til safnsins eða af hverju þeir eru svo merkilegir, sem raun ber vitni, að þeim skuli safnað í söguna.

2015-06-12T11:45:00 to 2017-02-28T17:00:00
Lesa áfram

Sýnishorn úr safneign

Eitt af meginmarkmiðum Hönnunarsafnsins er að safna hönnunargripum og varðveita þá sem marktækan vitnisburð um íslenska hönnunar- og listhandverkssögu. Rannsóknir eru skammt á veg komnar á flestum sviðum hönnunar á Íslandi.

Söfnun muna miðast við tímabilið 1900 til samtíma.

Safneignin í dag samanstendur af rúmlega 1200 gripum en á langt í land með að endurspegla á heildrænan hátt hönnunarsögu ákveðins tímabils, stílsögu þess eða einn flokk hönnunar umfram annan.

HVERJU ER SAFNAÐ?

2010-05-27T00:00:00 to 2010-10-05T00:00:00
Lesa áfram

Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands mun ganga um sýninguna Hlutirnir okkar með safngestum. Á sýningunni eru valdir gripir úr safneign safnsins sem margir ættu að kannast við og þekkja, án þess þó að hafa velt því fyrir sér hver okkar hönnunarsaga sé. Söfnunarsvið safnsins er afar breitt og á sýningunni hefur verið lögð áhersla á að sýna íslensk húsgögn frá ólíkum tímabilum síðustu aldar ásamt því að nokkur dæmi um grafíska hönnun úr safneign safnsins eru sýnd, íslensk leirlist og nýleg íslensk vöruhönnun.


Safneign Hönnunarsafnsins samanstendur af rúmlega eitt þúsund gripum. Safnið leggur sérstaka áherslu á að safna íslenskum gripum en einnig má finna þekkta norræna og alþjóðlega hönnun í safneign safnsins.


Athugið að þetta er síðasta sýningarhelgi!

Lesa áfram

Þann 11. október síðastliðinn hélt dr. Arndís S. Árnadóttir fyrirlestur um innréttingar og húsgögn Helga Hallgrímssonar húsgagnaarkitekts. Hönnunarsafn Íslands stóð að fyrirlestrinum með styrk úr Safnasjóði í tilefni þess að Helgi hefði orðið 100 ára þann 4. nóvember næstkomandi. Þennan dag barst safninu góð gjöf því Gunnar Magnússon húsgagnahönnuður og fjölskylda hans ákváðu að færa safninu í minningu Helga, eitt þekktasta húsgagn hans, ruggustól sem hann hannaði árið 1968 og smíðaður var í nokkrum tugum eintaka. Ruggustóllinn var meðal þess sem sýnt var á sýningu FHI 1968.

 

 

Lesa áfram

Sunnudaginn 16. október 2011, kl. 14 mun Elísabet V. Ingvarsdóttir hönnunarfræðingur ganga um sýningu Hönnunarsafnsins á Hlutunum okkar með safngestum.  Á sýningunni eru valdir gripir úr safneign safnsins sem margir ættu að kannast við og þekkja, án þess þó að hafa velt því fyrir sér hver okkar hönnunarsaga sé. Söfnunarsvið safnsins er afar breitt og á sýningunni hefur verið lögð áhersla á að sýna íslensk húsgögn frá ólíkum tímabilum síðustu aldar ásamt því að nokkur dæmi um grafíska hönnun úr safneign safnsins eru sýnd, íslensk leirlist og nýleg íslensk vöruhönnun.

Safneign Hönnunarsafnsins samanstendur af rúmlega eitt þúsund gripum. Safnið leggur sérstaka áherslu á að safna íslenskum gripum en einnig má finna þekkta norræna og alþjóðlega hönnun í safneign safnsins.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Safneign