Sýningaropnun

Á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar, opnar ný fastasýning í Hönnunarsafni Íslands.
Á sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili má finna í kringum 200 dæmi um íslenska hönnun en safneign Hönnunarsafns Íslands telur í heild um 5000 muni frá árinu 1900 til dagsins í dag.
Sýningin er sett upp sem grunnmynd af heimili en líkt og á heimilum fólks má sjá þar hlið við hlið muni frá mismunandi tímabilum. Húsgögn, borðbúnaður, fatnaður, bækur og textíll frá ólíkum tíma koma saman og varpa ljósi á brot af því sem íslenskir hönnuðir og handverksfólk hefur skapað.

Lesa áfram

Velkomin á opnun á sýningu á grafískri hönnun Dieter Roth föstudaginn 28. október kl.18. Sýningin er á Pallinum, litlu nýju sýningarrými í Hönnunarsafni Íslands.
Á sýningunni er lögð áhersla á að sýna úrval verka Dieters sem flokkast undir grafíska hönnun og hafa mörg hver ekki fengið mikla athygli hingað til. Líftími verkanna er oft ekki langur, þau ekki talin verðmæt og fá eintök hafa varðveist. Þessi verkefni dýpka þekkingu okkar á þróun grafískrar hönnunar. Óhætt er að segja að Dieter Roth (1930-1998) sé í hópi frumkvöðla sem mótuðu grafíska hönnun á Íslandi og víðar.
 

Sýningarstjórar / Curators: Arnar Freyr Guðmundsson, Birna Geirfinnsdóttir og Fraser Muggeridge.

Ljósmynd: Dieter Roth, fyrir bókbandsefni.

Lesa áfram

Innflutningsboð hjá Módelsmiðum verður haldið fimmtudaginn 16. júní kl. 16:30-18:00.

Verið velkomin í innflutningsboð hjá módelsmiðunum Snorra Frey Vignissyni og Láreyju Huld Róbertsdóttur.
Undanfarna mánuði hefur Hönnunarsafn Íslands staðið fyrir skráningu á verkum Högnu Sigurðardóttur, arkitekts (1929 - 2017). Við skráninguna kom í ljós fjöldi áhugaverðra teikninga sem urðu aldrei að byggingum.
Tilgangur verkefnisins er að rýna í þessar teikningar og gera vönduð módel eftir völdum teikningum. Teikningarnar sem hafa verið valdar eru Gnitavegur (nú Gnitanes) 10 í Skerjafirði, teiknað 1967, og Fjólugata 29 í Vestmannaeyjum, frá 1961.
Snorri Freyr Vignisson og Lárey Huld Róbertsdóttir útskrifuðust með BA-gráðu í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands 2022.
Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
 

Lesa áfram

Velkomin í innflutningsboð hjá STUDIO ALLSBER og opnun á sýningunni SUND laugardaginn 5. mars í Hönnunarsafni Íslands.

Þar sem þessar sýningar hófust á tímum samkomutakmarkana fögnum við nú þegar tækifæri gefst.

Studio allsber samanstendur af vöruhönnuðunum Agnesi Freyju Björnsdóttur, Silvíu Sif Ólafsdóttir og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur. Samtöl fólks í sundlaugum og samband manna og fugla munu koma við sögu í hönnunarferlinu sem lýkur með uppskeruhátíð á HönnunarMars 2022.

Sýningin SUND nær yfir tímabilið frá sundvakningunni við upphaf 20. aldar til dagsins í dag. Sagan sem hún segir af sundlaugamenningu er um leið ylvolg sagan af íslensku nútímasamfélagi með léttri angan af klór og hveralykt, gufuslæðu og skvampi.

Sýningarstjórar: Valdimar T. Hafstein, þjóðfræðingur og Brynhildur Pálsdóttir, hönnuður.

Lesa áfram

Sýningin Heimar / Kosmos verður opnuð næstkomandi miðvikudag, 26. mars í tilefni af HönnunarMars 2014. Þar getur að líta  fjölbreytta hönnun Daggar Guðmundsdóttur.

Dögg er mikilvægur fulltrúi sístækkandi hóps íslenskra hönnuða sem starfar með alþjóðlegum framleiðendum. Fjölbreytt hönnun hennar endurspeglar tilraunir með nýjan efnivið úr íslensku hráefni. Með ríka skapandi þörf að vopni og ásetning um frumlega nálgun við efnið verður niðurstaðan oft á tíðum óvænt. Verk Daggar hafa sterka tengingu við íslenskan þjóðararf, hún sækir innblástur í margbreytileika íslenska landslagsins og gamalt handverk og tengir saman á nýjan hátt.

Lesa áfram

Föstudaginn 7. febrúar verður safnanótt haldin hátíðleg. "Nóttin" hefst kl.19:00 og stendur til 24:00. Á safnanótt er opið fram á nótt á söfnum og boðið upp á ýmsa skemmtilega viðburði. Í Hönnunarsafninu verður opnuð sýningin Ertu tilbúin frú forseti? og boðið upp á tvær leiðsagnir, kl. 20:00 og 22:00. Þetta sama kvöld kemur út bók um fatnað Vigdísar sem verður til sölu í safninu.

Á sýningu Hönnunarsafns Íslands, Ertu tilbúin frú forseti? er sýndur fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var þjóðhöfðingi á lýðræðislegan hátt af þjóð sinni.

Lesa áfram

Laugardaginn 7. desember næstkomandi kl. 16:30 mun sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Wernø Holter opna sýningu á norsku samtímalisthandverki í Hönnunarsafni Íslands.

Sýningarstjóri Paradigm er listamaðurinn Lars Sture og samanstendur sýningin af verkum 18 norskra listamanna sem vinna með gler, keramik og málma. Verkin á sýningunni eru eftir marga af fremstu listamönnum Norðmanna og fór val verkanna fram í náinni samvinnu við þá.
Á sýningunni kemur berlega í ljós sá einstaki hæfileiki sem listamenn hafa til að tengja handverkshefðina við nýjar hugmyndir og ljá sköpunarverki sínu yfirbragð vandaðrar vinnu og frumleika. Verkin á sýningunni eiga það öll sameiginlegt að hafa öðlast líf eftir þrotlausar rannsóknir og prófanir.

Lesa áfram

ÓVÆNT KYNNI - Innreið nútímans í íslenska hönnun (7.6. -13.10. 2013)

Á sumarsýningu Hönnunarsafns Íslands er sjónum beint að nokkrum þáttum í komu módernismans í íslenska híbýlamenningu frá því um 1930 og fram yfir 1980. Meginuppistaða sýningarinnar er safnkostur safnsins en einnig er skyggnst inn í geymslur annarra safna og í heimahús þar sem óvænt kynni við hluti og sögur af hönnun komu oft á óvart. Slíkir fundir eiga erindi við samtímann.

Á sýningunni má líta bæði vel þekkta hönnunargripi, einkum húsgögn sem öðlast hafa sess með þjóðinni sem tímamótaverk, en einnig óvænta hluti sem greina má jafnt í verkum nafnlausra smiða sem og framsækinna húsgagna- og textílhönnuða á síðustu öld. Staldrað er við gripi sem varðað hafa veginn og minna jafnframt á að samtímahönnun bergmálar oft það sem á undan kom og að „margt kann öðru líkt að vera“.

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands opnar sýningu á Safnanótt á völdum munum frá árunum 1958 til 1973 úr sögu Leirbrennslunnar Glits hf. Á sýningunni er lögð áhersla á þá staðreynd að þrátt fyrir flókna sögu Glits á löngum starfstíma, voru menn fyrsta rúma áratuginn einbeittir í því að nota íslenskan leir og íslensk jarðefni, sérstaklega hraunið, í framleiðsluna.

Lesa áfram

GÍSLI B. – FIMM ÁRATUGIR Í GRAFÍSKRI HÖNNUN
Yfirlitssýning í Hönnunarsafni Íslands (25.10.2012-3.3.2013)

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Sýningaropnun