HönnunarMars verður haldinn hátíðlegur 4. - 8. maí næstkomandi.
Í tilefni af hátíðinni verður frítt inn á safnið.
Hvetjum við því sem flesta til að koma í heimsókn og skoða sýninguna SUND. Bathing culture, þar sem fjallað er um áhrif sundlauga líf Íslendinga. Sýning sem var unnin í samstarfi við námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Í anddyri safnsins á Pallinum er síðan hægt að sökkva sér í Sýndarsund Hrundar Atladóttur myndlistarmanns. Ævintýraleg ferð í undirdjúp sundlaugar í gegnum VR-gleraugu.