Pallurinn

Teborðið sem nú er sýnt á Pallinum er ættað úr smiðju Körfugerðarinnar. Körfugerðin er samofin sögu Blindra-vinafélags Íslands, en Þórsteinn Bjarnason (1900-1986) eigandi Körfugerðarinnar var einn af stofnendum þess árið 1932.

Þórsteinn hélt til Kaupmannahafnar árið 1922, til að leggjast inn á sjúkrahús vegna berkla og lærði körfuiðn í kjölfarið. Hann sneri heim árið 1925 og stofnaði Körfugerðina. Þórsteinn kynntist því í Kaupmannahöfn að blindir unnu við að framleiða hluti úr tágum og að lögð var rækt við menntun og þjálfun þeirra. Honum fannst að eitthvað yrði að gera í málefnum blindra á Íslandi og nýtti sér þekkingu sína til þess. Stuttu eftir stofnun Körfugerðarinnar byrjaði hann að kenna blindum og sjónskertum iðnina.

Lesa áfram

Armstóllinn á Pallinum er hannaður af Gunnari Theódórssyni (1920-2002). Stóllinn er úr svartlituðum harðvið og klæddur ullaráklæði. Áklæðið er ekki upprunalegt en íslenskt engu að síður og framleitt af Gefjun.

Gunnar Theódórsson stundaði nám í húsgagnabólstrun og síðar innanhússarkitektúr í Kaupmannahöfn á árunum 1938-1945. Eftir að hann kom heim úr námi starfaði hann hjá Húsameistara Reykjavíkurborgar til 1954, rak eigin teiknistofu frá 1954-1971 og vann hjá Skrifstofum ríkisspítalanna frá 1971–1995. Gunnar var einn af stofnfélögum Félags húsgagnaarkitekta árið 1955. Stofnfélagar voru, auk Gunnars, Árni Jónsson, Helgi Hallgrímsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Sigurgísli Sigurðsson og Sveinn Kjarval. Hægt er að skoða gripi eftir þá alla nema Sigurgísla og Gunnar á sumarsýningu safnsins Óvænt kynni. Innreið nútímans í íslenska hönnun

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Pallurinn