Pétur Sæmundsen

Hönnunarsafn Íslands opnar sýningu á Safnanótt á völdum munum frá árunum 1958 til 1973 úr sögu Leirbrennslunnar Glits hf. Á sýningunni er lögð áhersla á þá staðreynd að þrátt fyrir flókna sögu Glits á löngum starfstíma, voru menn fyrsta rúma áratuginn einbeittir í því að nota íslenskan leir og íslensk jarðefni, sérstaklega hraunið, í framleiðsluna.

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands leitar til almennings að leirmunum frá Glit vegna fyrirhugaðrar sýningar á næsta ári. Glit var stofnað árið 1958 af þeim Einari Elíassyni verslunarmanni, Ragnari Kjartanssyni leirlistamanni og myndhöggvara og Pétri Sæmundsen bankastjóra. Verkstæði Glit var  í bakhúsi á Óðinsgötu í Reykjavík en flutti árið 1967 á Höfðabakka.
Safnið leggur mikla áherslu á að fá upplýsingar um góða Glitmuni og óskar eftir að eigendur þeirra hafi samband við safnið. Fjölskyldur stofnenda Glits vinna að sýningunni í samstarfi við safnið. Árið 2003 var haldin sýning í Listasafni ASÍ með keramiki frá Glit með verkum Ragnars Kjartanssonar og samstarfsmanna hans, það sem þá var sýnt er á skrá sem komin er í hendur Hönnunarsafnsins.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Pétur Sæmundsen