Nýársannáll

Árið 2013 er senn á enda og því ekki úr vegi að rifja upp eitt og annað sem hefur átt sér stað í Hönnunarsafninu.

Lesa áfram

Árið 2012 er senn á enda og því ekki úr vegi að fara yfir það sem gerst hefur í starfi safnsins.
Fjórar sýningar hafa verið settar upp í safninu á þessu ári. Við byrjuðum á að opna litla sýningu um „Sjálfsagða hluti“ með vinnusmiðju fyrir skólahópa. Á  HönnunarMars stýrði Steinunn Sigurðardóttir sýningunni „Fingramál“, þar sem valdir fatahönnuðir fengu það verkefni að hanna úr prjóni. Sumarsýningin „Saga til næsta bæjar“ snerist um vöruhönnun og sýningarstjóri var Hlín Helga Guðlaugsdóttir. Í haust lögðum við allan sýningarsalinn undir grafíska hönnun þegar yfirlitssýningin „Gísli B.- Fimm áratugir í grafískri hönnun“ var sett upp undir stjórn Ármanns Agnarssonar.

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands óskar gestum og velunnurum gleðilegs árs og þakkar fyrir það liðna. Sumarið 2011 flutti safnið alla starfsemi sína yfir í húsnæði að Garðatorgii 1 og er það til mikilla bóta að hafa geymslur, skrifstofur og sýningarrými undir einu og sama þaki. Safnið var með fimm sýningar á árinu. Fyrst ber að nefna Hönnunarsamkeppni um húsgögn í Hörpu. Yfirlitssýningu á hönnun Gunnars Magnússonar frá árunum 1961-1978 fylgdi í kjölfarið. Sýning safnsins á Hönnunarmars 2011 bar heitið Á gráu svæði þar sem sýnd voru verk Hrafnhildar Arnardóttur. Í sumar var sett upp sýningin Hlutirnir okkar, þar getur að líta úrval úr safneign.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Nýársannáll