Marimekko

Laugardaginn 8. október nk. kl:14:00, flytur finnski hönnuðurinn Pia Holm fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ.

Pía er myndskreytir og textílhönnuður og nefnir hún fyrirlesturinn NATURALLY HAPPY PATTERNS eða Náttúrulega hamingjusöm mynstur.

Pía mun fjalla um finnska textílhönnun og eigin verk. Hún hefur um árabil unnið fyrir stór norræn fyrirtæki, meðal annars fyrir hið heimsþekkta fyrirtæki MARIMEKKO og einnig undir eigin merki  happydesign.fi.

Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis.

Verk Piu munu verða til sýnis í safninu í október 2011

Lesa áfram

Þann 7. október nk. standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnu, með finnska hönnuðinum Píu Holm. Pía vinnur mynsturhönnun í textíl og nefnir hún námsstefnuna NATURALLY HAPPY PATTERNS eða Náttúrulega hamingjusöm mynstur. Námsstefnan er haldin í tengslum við kynningu Hönnunarsafns Íslands á verkum Píu Holm dagana 7.-21. oktober en hún hefur m.a hannað fyrir Marimekko, þekkt hönnunarfyrirtæki í Svíþjóð og undir eigin merki  happydesign.fi. Námsstefnan er ætluð fagfólki og nemum í hönnun.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með skráningu á: ardisol@gardabaer.is

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Marimekko