Á 6. áratug síðustu aldar varð til stál og plastreimastóll í Mexíkó. Ekki er vitað hver átti hugmyndina eða hannaði stólinn en hann var vinsæll á sumardvalastöðum eins og Acapulco í Mexíkó. Frágangur plastreimanna var undir áhrifum frá Maya-indjánum en formið var módernískt.Hér er hægt að nálgast mynd af stólnum sem kominn er aftur í framleiðslu hjá Ok design eftir að hafa horfið af sjónarsviðinu um tíma. Ef vel er að gáð sést að stálgrindin er ekki eins formuð og sú sem er í stólnum á Pallinum. Myndin sem fylgir fréttinni er af stólnum sem er í eigu Hönnunarsafnsins.

Lesa áfram