Jóladagatal

Hedi Berick Guðmundsson

Teketill , 1965-1970

 

Er ekki kominn tími á jólatossalistann? Það er svo margt sem þarf að gera fyrir jólin! ... eruð þið orðin stressuð?

Engar áhyggjur því að ef hellt er upp á kamillute hefur það áhrif á hugann og róar allt kerfið. Desember mun því líða í fullkomnu jafnvægi sálar og líkama.

 

Hedi Berick Guðmundsson var þýsk og starfaði sem leirkerasmiður á Íslandi frá því um 1960. Hún vann fyrst um sinn í Glit undir stjórn Ragnars Kjartanssonar (1923-1988) myndlistarmanns.

Lesa áfram

Guðjón Samúelsson (1887-1950)

Háskólastóll, 1939-1940

 

Kertasníkir eða hvaða jólasveinn sem er myndi sóma sér vel í þessum stól nú á aðfangadag. Það liggur við að maður breytist í jólasvein bara við það að setjast í hann!

Guðjón Samúelsson, sem var húsameistari ríkisins, hannaði stólinn fyrir hátíðarsal Háskóla Íslands sem var stundum notaður fyrir próf þegar húsnæði vantaði. Það er líklegt að stúdentar hafi hugsað til jólanna þegar þeir sátu í þessum stólum og hlakkað til að gæða sér á hangikjöti og möndlugraut.

Lesa áfram

Kristín Þorkelsdóttir (1936)

Álafoss og Osta og smjörsalan sf., 1968;1969

 

Lopi og smjör, það er hreinlega ekki hægt að halda jól án þessara afurða. Í það minnsta ekki hér á norðurslóðum. Smákökurnar sem hverfa ofan í svanga á hlaupum eða þá lopavettlingarnir sem hlýja lopnum fingrum.

Nei.. það væri hreinlega ekki hægt!

 

Kristín Þorkelsdóttir er einn af okkar helstu grafísku hönnuðum. Hún hefur hannað mörg merki fyrirtækja, gert auglýsingar og teiknaði einmitt peningaseðlana sem við notum svo mikið um jólin.

Lesa áfram

Hulda Jósefsdóttir (1930)

Vaka, 2009

 

Mjúkir pakkar... henta þeir ekki best óþægum  litlum systkinum?

Þó þeir séu vissulega ekki þeir vinsælustu, þá eru þeir mjúku þó lífsnauðsynlegir til að maður lendi ekki í jólakettinum, því óargardýri!

Hulda Jósefsdóttir er einn af listhönnuðum okkar sem sérhæft hefur sig í prjóni. Hún hefur m.a. hvatt til samstarfs á milli skóla og framleiðenda til að nýsköpun í vinnslu ullarinnar verði sem best. 

 

Lesa áfram

Unnur Valdís Kristjánsdóttir (1972)

Flothetta, 2011

 

Það stirnir á Flothettuna í myrkrinu. Það er mögnuð tilfinning að láta sig fljóta og horfa upp í stjörnubjartan himininn á veturna.

Hvaða stjörnu ætli vitringarnir þrír hafi fylgt? Um þessar mundir er hægt að sjá Júpíter skína skært á morgunhimninum, það er meira að segja hægt að skoða tungl hans í gegnum handsjónauka!

 

Unnur Valdís hannaði Flothettuna fyrir fólk til að upplifa vellíðan í vatni, losa um streitu og stuðla að heilbrigði

Lesa áfram

Sigurgísli Sigurðsson (1923-2011)

borðstofustóll, ?

 

Upp á stól stendur mín kanna... eða var það ég sem átti kanna að málin? Hvort sem það nú var þá þykir það ekki góður siður að stilla könnum upp á stóla eða að vera að príla mikið á þeim. Til þess eru aðrar tegundir húsgagna.

Sigurgísli var einn af stofnfélögum í Félagi húsgagnaarkitekta árið 1955. Eftir að hann kom heim úr námi frá Danmörku sérhæfði hann sig í hurðasmíði. Líklega eru mörg heimili með útidyrahurðir úr tekki frá honum. 

Lesa áfram

Framtíðin hf.

stuttur gærupels, 1970-1975

 

„Nú er frost á fróni...” Hér er ekki um jólalag að ræða en líklega hafa margir hummað þetta með sjálfum sér undanfarna daga. Ef koma á jólagjöfunum á rétta staði í tíma, er eins gott að klæða sig vel. Þá er ekki slæmt að eiga hlýjar skinnflíkur til að stinga sér.

Pelsinn er úr Framtíðinni (1934-1987) sem var fataverslun Sláturfélags Suðurlands. Þegar Sláturfélagið setti á stofn sútunarverksmiðju var byrjað að framleiða jakka og kápur þar sem ullin var látin snúa út.

Lesa áfram

Sigrún Ó. Einarsdóttir (1952)

Duo olgulínur, 2008

 

Frosnar jólasveinahúfur? Steingerður litur?

Sleppið ímyndunaraflinu lausu, það fær allt of sjaldan að þeysast um. Ef jólastress hrjáir mann þá getur verið róandi að gefa sér tíma til að skoða, hugleiða, velta fyrir sér og upplifa innra með sér óræða hluti líkt og Olgulínurnar.

 

Gler í Bergvík var fyrsta glerblástursverkstæðið á Íslandi en það var stofnað árið 1982 af Sigrúnu og Søren S. Larsen (1946-2003).

Lesa áfram

Jan Davidsson (1945)

Don Cano, ca.1980

 

Don Cano gallarnir voru mjög vinsælir á 9. áratugnum. Þeir þóttu þægilegar, litríkar og skemmtilegar flíkur sem hentuðu við næstum öll tækifæri. Allir voru í þeim, allt frá skrykkdönsurum yfir í fínar frúr.

Líklega hefði ekki þótt neitt tiltökumál að mæta í jólahlaðborðið í fjólubláum Don Cano galla og rauðum hælum ...... eða hvað?

 

Lengi hefur verið leitað að fleiri týpum af  þessum göllum fyrir safneign safnsins en erfitt hefur reynst að finna eintök þar sem þeir voru notaðir upp til agna á sínum tíma.

Lesa áfram

Timo Sarpaneva (1926-2006)

Sarpaneva – potturinn, 1960

 

Þegar jólagrauturinn er gerður myndast oft skán í botni pottsins sem getur verið hvimleitt að ná úr. Ef til vill ætti að nota tækifærið og sjóða grautinn þegar von er á Pottaskefli því það sem veitir honum lífsfyllingu er að skafa skánina úr pottunum. Þá sláum við tvær flugur í einu höggi, gerum jólagrautinn og jólagóðverkið um leið!

Handfang Sarpaneva—pottsins er úr tekki og er hægt að nota það til að lyfta pottinum en einnig til að taka lokið af. Sarpaneva fékk hugmyndina að pottinum eftir að hafa fylgst með föður sínum, járnsmiðnum að störfum.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Jóladagatal