Hönnunarsafn Íslands sýnir jólaóróa sem æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hóf framleiðslu á er þau fögnuðu 50 ára afmæli sínu árið 2006. Það ár var ákveðið að hefja framleiðslu á jólaóróum til styrktar stöðinni sem sinnir umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu. Íslensku jólasveinarnir og nánustu ættingjar þeirra eru í aðalhlutverki í jólaóróaseríunni. Nú þegar hafa sjö úr þessari þekktu fjölskyldu litið dagsins ljós: Kertasníkir, Hurðaskellir, Grýla, Ketkrókur, jólakötturinn og nú síðast Leppalúði. Þær Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður og Ingibjörg Haraldsdóttir ljóðskáld unnu saman að sköpun Leppalúða í ár.

Lesa áfram