Föstudaginn 2. febrúar verður Safnanótt haldin hátíðleg í Hönnunarsafninu. Dagskráin hefst kl.18:00 og stendur til 23:00.
Boðið verður í Hlustunarpartý, leiðsagnir og hægt er að skoða fjórar sýningar í húsakynnum safnsins. Sýningarnar sem eru nú í safninu eru: Geymilegir hlutir, Íslensk plötuumslög, Íslenska lopapeysan - uppruni, saga og hönnun og Ðyslexitwhere.
Kl. 20:30 - 21:00 - Leiðsögn um Íslensk Plötuumslög