Hedi Berick Guðmundsson

Teketill , 1965-1970

 

Er ekki kominn tími á jólatossalistann? Það er svo margt sem þarf að gera fyrir jólin! ... eruð þið orðin stressuð?

Engar áhyggjur því að ef hellt er upp á kamillute hefur það áhrif á hugann og róar allt kerfið. Desember mun því líða í fullkomnu jafnvægi sálar og líkama.

 

Hedi Berick Guðmundsson var þýsk og starfaði sem leirkerasmiður á Íslandi frá því um 1960. Hún vann fyrst um sinn í Glit undir stjórn Ragnars Kjartanssonar (1923-1988) myndlistarmanns.

Lesa áfram