Húsgagnahönnun

Óvænt kynni. Innreið nútímans í íslenska hönnun

Á sumarsýningu Hönnunarsafns Íslands er sjónum beint að nokkrum þáttum í komu módernismans í íslenska híbýlamenningu frá því um 1930 og fram yfir 1980. Meginuppistaða sýningarinnar er safnkostur safnsins en einnig er skyggnst inn í geymslur annarra safna og í heimahús þar sem óvænt kynni við hluti og sögur af hönnun komu oft á óvart. Slíkir fundir eiga erindi við samtímann.

2013-06-07T00:00:00 to 2013-10-13T00:00:00
Lesa áfram

Sýnishorn úr safneign

Eitt af meginmarkmiðum Hönnunarsafnsins er að safna hönnunargripum og varðveita þá sem marktækan vitnisburð um íslenska hönnunar- og listhandverkssögu. Rannsóknir eru skammt á veg komnar á flestum sviðum hönnunar á Íslandi.

Söfnun muna miðast við tímabilið 1900 til samtíma.

Safneignin í dag samanstendur af rúmlega 1200 gripum en á langt í land með að endurspegla á heildrænan hátt hönnunarsögu ákveðins tímabils, stílsögu þess eða einn flokk hönnunar umfram annan.

HVERJU ER SAFNAÐ?

2010-05-27T00:00:00 to 2010-10-05T00:00:00
Lesa áfram

Hönnunarsamkeppni um húsgögn í Hörpu

Síðastliðið sumar var efnt til hönnunarsamkeppni um tillögur að húsgögnum í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík. Óskað var eftir tillögum að bekkjum fyrir börn og fullorðna, framhliðum á færanlega bari, færanleg borð í almenningsrými auk ræðupúlta og framhliða á ráðstefnuborð í ráðstefnusali og fundarherbergi hússins. Um er að ræða hönnun fyrir þau rými þar sem tekið er á móti gestum, við aðalinngang á jarðhæð, á svölum framan við salina og í ráðstefnu- og fundarsali.

2011-01-14T00:00:00 to 2011-03-13T00:00:00
Lesa áfram

Gunnar Magnússon

Gunnar Magnússon er meðal afkastamestu og frumlegustu húsgagnahönnuða og innanhúss- arkitekta okkar og hefur markað djúp spor í sjónræna vitund og daglegt umhverfi margra Íslendinga. Á yfir fjörutíu ára starfsferli teiknaði hann húsgögn og innréttingar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, endurgerði hurð Alþingishússins, hannaði skákborðið fyrir „einvígi aldarinnar“, vann að hönnun innréttinga í skip og flugvélar, tók þátt í fjölda sýninga og kenndi um árabil við Iðnskólann í Reykjavík. Þar hafði hann sterk áhrif á komandi kynslóðir hönnuða og handverksmanna. Hann var sjálfur lærður húsgagnasmiður, hjá Guðmundi „blinda“ í Víði, og gat rætt við þá sem útfærðu húsgögnin hans af þekkingu, innsæi og sem „einn af hópnum“.

2011-02-11T00:00:00 to 2011-05-29T00:00:00
Lesa áfram

Hlutirnir okkar

Frá stofnun Hönnunarsafns Íslands árið 1998 hafa safninu borist margir prýðilegir gripir sem varpa ágætu ljósi á íslenska og erlenda hönnun. Safneignin endurspeglar nú þegar þá miklu fjölbreytni sem hönnunarsagan samanstendur af.

2011-06-09T00:00:00 to 2012-03-04T00:00:00
Lesa áfram

Heimar - Kosmos

Dögg er mikilvægur fulltrúi sístækkandi hóps íslenskra hönnuða sem starfar með alþjóðlegum framleiðendum. Fjölbreytt hönnun hennar endurspeglar tilraunir með nýjan efnivið úr íslensku hráefni. Með ríka skapandi þörf að vopni og ásetning um frumlega nálgun við efnið verður niðurstaðan oft á tíðum óvænt. Verk Daggar hafa sterka tengingu við íslenskan þjóðararf, hún sækir innblástur í margbreytileika íslenska landslagsins og gamalt handverk og tengir saman á nýjan hátt.

2014-03-26T00:00:00 to 2014-06-08T00:00:00
Lesa áfram

Sýningin Heimar / Kosmos verður opnuð næstkomandi miðvikudag, 26. mars í tilefni af HönnunarMars 2014. Þar getur að líta  fjölbreytta hönnun Daggar Guðmundsdóttur.

Dögg er mikilvægur fulltrúi sístækkandi hóps íslenskra hönnuða sem starfar með alþjóðlegum framleiðendum. Fjölbreytt hönnun hennar endurspeglar tilraunir með nýjan efnivið úr íslensku hráefni. Með ríka skapandi þörf að vopni og ásetning um frumlega nálgun við efnið verður niðurstaðan oft á tíðum óvænt. Verk Daggar hafa sterka tengingu við íslenskan þjóðararf, hún sækir innblástur í margbreytileika íslenska landslagsins og gamalt handverk og tengir saman á nýjan hátt.

Lesa áfram

Nú fer hver að verða síðastur að skoða í Hönnunarsafni Íslands þann hluta íslenskrar hönnunarsögu sem hefst með innreið módernismans í íslenska híbýlamenningu upp úr 1930 og áhrifa hans fram yfir 1980. Á sýningunni eru munir úr safneign safnsins og annarra menningarminjasafna en einnig koma til óvænt kynni við hluti sem varðveist hafa í heimahúsum.

Lesa áfram

Sunnudaginn 24. nóvember kl.14 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi hjá Hönnunarsafni Íslands, með fjölskylduleiðsögn um sýninguna Óvænt kynni. Byrjað verður á rannsóknarleiðangri um sýninguna þar sem húsgögnin verða gaumgæfð. Stólar verða skoðaðir frá ýmsum sjónarhornum, frá hlið, að ofan og jafnvel kíkt undir þá. Spáð verður í mjúk efni og hörð form. Hafa stólarnir eitthvað að segja okkur? Skiptir máli úr hvaða efni þeir eru gerðir? Hvaða form er að finna í stólunum? Hvaða litir eru í þeim? Getur stóll verið höfðinglegur? En fjörlegur? Getur hann verið leiðinlegur eða fyndinn?

Lesa áfram

Sunnudaginn 20. október kl. 14:00 verður Elísabet V. Ingvarsdóttir með leiðsögn og spjallar við gesti um sýninguna Óvænt kynni í Hönnunarsafni Íslands. Elísabet er sýningarstjóri sýningarinnar ásamt Arndísi S. Árnadóttur.
 
Óvænt kynni endurspeglar afmarkaðan hluta íslenskrar hönnunarsögu sem hefst með innreið módernismans í íslenska híbýlamenningu upp úr 1930 og áhrifa hans fram yfir 1980. Á sýningunni eru munir úr safneign Hönnunarsafns Íslands og annarra menningarminjasafna en einnig koma til óvænt kynni við hluti sem varðveist hafa í heimahúsum.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Húsgagnahönnun