Garðabær

Nýverið færði Bláa Lónið Hönnunarsafni Íslands  íslenskt leirmunasafn að gjöf. Leirmunasafnið samanstendur af fjölbreyttu úrvali muna eftir nánast alla íslenska og erlenda leirlistamenn sem starfað hafa hér á landi.


Safnið sem var í eigu einkaaðila telur um 1500 muni frá upphafi leirlistar og leirmunagerðar á Íslandi frá 4. áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Á meðal munanna eru verk eftir Guðmund frá Miðdal og Listvinahúsið, Ragnar Kjartansson, Funa, Hauk Dór,Steinunni Marteinsdóttur, Koggu, Kristínu Ísleifsdóttur, Dieter Roth og fleiri listamenn. Óhætt er að segja að sögu íslenskrar leirlistar megi lesa í gegnum safnið.

 

Lesa áfram

Þriðjudagskvöldið 25. október 2016, kl. 20, mun Pétur H. Ármannsson arkitekt flytja fyrirlestur um byggingarlist í Garðabæ í Hönnunarsafni Íslands.

Lesa áfram

Þriðjudaginn 18. október 2011, kl. 20, flytur Pétur H. Ármannsson arkitekt fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands, um byggingarlist í Garðabæ. Fyrirlesturinn er fyrsti fyrirlesturinn í fyrirlestraröð um Áratugi í íslenskri hönnunarsögu sem Hönnunarsafnið hyggst standa að á næstu misserum.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Garðabær