Fræðslu-og menningarsvið Garðabæjar

Þann 25. janúar 2013 standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnu þar sem viðfangsefnið verður skapandi bókverk og einfalt bókband.
Fyrirlesari og kennari verður Sigurborg Stefánsdóttir grafískur hönnuður og forsprakki ,,Arkanna”, félagsskapar sem staðið hefur fyrir spennandi bókverkasýningum hér heima og erlendis. Sigurborg hefur einnig starfað sem kennari m.a. við Myndlista- og handíðaskólann / Listaháskólann og kennt grafíska hönnun og bókagerð.

Námsstefnan er haldin í tengslum við sýningu Hönnunarsafns Íslands á verkum Gísla B. Björnssonar. FIMM ÁRATUGIR Í GRAFÍSKRI HÖNNUN. Á langri starfsævi hefur Gísli hannað margar bókakápur, forsíður tímarita og þekkt merki fyrirtækja, t.d. merki Sjónvarpsins og Hjartaverndar.

Lesa áfram

Nú er lokið hljóðfærasmiðju þar sem elstu börnum leikskóla og yngstu börnum grunnskóla ásamt kennurum í Garðabæ hefur verið boðið að koma og taka þátt í listasmiðju undir leiðsögn tónlistarkennaranna Hjartar B. Hjartarsonar og Pamelu De Sensi. Í smiðjunni hafa börnin búið til trompet, flautu, trommu og hristu. Hljóðfærasmiðjan mæltist vel fyrir og voru hin ýmsu tóndæmi æfð. Nemendur vinna svo áfram með hljóðfærin í skólunum og hugmyndin er að útbúa tónverk sem hægt er að spila á Listadögum barna og ungmenna vorið 2012.

Smiðjan var haldin í húsnæði Hönnunarsafns Íslands á Garðatorgi á vegum fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar og er hluti af verkefninu HljómList sem er undanfari Listadaga barna og ungmenna 2012.

Lesa áfram

Þann 16. september n.k. standa fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands fyrir námsstefnu í nýsköpun og frumkvöðlamennt fyrir leik- og grunnskólakennara í Garðabæ. Námsstefnan verður haldin í smiðju í Hönnunarsafni Íslands.

Dr. Rósa Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu verður með vinnusmiðju í nýsköpunar og frumkvöðlamennt fyrir starfsmenn leik- og grunnskóla Garðabæjar.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Fræðslu-og menningarsvið Garðabæjar