Sýningin Ertu tilbúin frú forseti? þar sem sýndur er fatnaður og fylgihlutir frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrum forseta Íslands, hefur verið framlengd fram yfir næstu áramót. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda og mikil aukning verið á því að vinnustaða- eða vinahópar taki sig saman og panti sérleiðsögn. Skólaheimsóknir eru mikilvægur hluti fræðslustarfsins og börn frá leikskólaaldri og upp úr hafa fengið sérsniðnar leiðsagnir þar sem saga Vigdísar er sögð og farið yfir hefðir og reglur er tengjast klæðaburði með skemmtilegu ívafi.

Síðar í haust verður boðið upp á fyrirlestra og leiðsagnir sérfræðinga og verður það auglýst sérstaklega á heimasíðu safnsins. Einnig er hægt er að skrá sig á póstlista sem liggur í afgreiðslu safnsins eða „líka“ við Facebook safnsins þar sem allir viðburðir eru auglýstir.

Lesa áfram