Ertu tilbúin frú forseti?

Sunnudaginn 18. maí kl. 14:00 verður Ástríður Magnúsdóttir með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.
 
Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar.

Lesa áfram

Karl Aspelund, lektor við University of Rhode Island, heldur fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands sunnudagskvöldið 11. maí kl. 20.

Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við yfirstandandi sýningu safnsins á fatnaði fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur.

Í kynningu á fyrirlestrinum segir:

"Á hátískuöldinni, sem entist frá því um 1860 til rúmlega 1970, þróuðust siðareglur og venjur í opinberum athöfnum sem hluti af ímyndarsköpun vestrænna borgarastétta. Um leið mótaðist fatahönnun sem fag og hátískuímyndir urðu hluti af þjóðfélagslegu kerfi.

Lesa áfram

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl kl.14 verður spennandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Hönnunarsafni Íslands.

Byrjað verður á rannsóknarleiðangri um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? þar sem forsetafötin og heiðursorður verða skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. Er hægt að lesa eitthvað í klæðnað fólks? Af hverju eru sum föt hversdags en önnur spari? Er hægt að vera í hvaða fötum sem er við ólík tækifæri eða athafnir? Af hverju eru til reglur um klæðaburð? Hvernig hlýtur maður orðu?

Eftir rannsóknarleiðangurinn búum við til okkar eigin heiðursorður og fatnað á dúkkulísur. Rannsóknarleiðangrar verða tveir: kl. 14:00 og 15:30.
Dagskráin stendur til kl. 17.

Börn og fullorðnir sem fylgja þeim, fá ókeypis aðgang í safnið þennan dag.
Verið velkomin!

Lesa áfram

Sunnudaginn 9. mars kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir með almenna leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.
 
Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Lesa áfram

Sýningunni Ertu tilbúin frú forseti? hefur verið afar vel tekið af gestum safnsins og var fjölmenni á þeim tveimur leiðsögnum sem haldnar voru á Safnanótt. Við bjóðum nú upp á stuttar hádegisleiðsagnir á föstudögum út febrúar, fram að HönnunarMars. Leiðsagnirnar hefjast kl.12:10 og eru hálftíma langar.

Á sýningunni er sýndur fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996.

Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar.

Lesa áfram

Föstudaginn 7. febrúar verður safnanótt haldin hátíðleg. "Nóttin" hefst kl.19:00 og stendur til 24:00. Á safnanótt er opið fram á nótt á söfnum og boðið upp á ýmsa skemmtilega viðburði. Í Hönnunarsafninu verður opnuð sýningin Ertu tilbúin frú forseti? og boðið upp á tvær leiðsagnir, kl. 20:00 og 22:00. Þetta sama kvöld kemur út bók um fatnað Vigdísar sem verður til sölu í safninu.

Á sýningu Hönnunarsafns Íslands, Ertu tilbúin frú forseti? er sýndur fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var þjóðhöfðingi á lýðræðislegan hátt af þjóð sinni.

Lesa áfram

Safnið virðist ef til vill líflaust um þessar mundir þar sem sýningarsalir þess eru tímabundið lokaðir, en svo er alls ekki. Á bak við tjöldin iðar allt af lífi þar sem margir koma undirbúningsvinnu fyrir sýninguna "Ertu tilbúin frú forseti?". Salir safnsins hafa tekið miklum stakkaskiptum, þar sem nýjir veggir rísa, loft verða til og hurðarop myndast. Alls staðar í safninu er fólk að störfum, þetta er því óneitanlega skemmtilegur tími!

Við bendum ykkur á að skoða facebook-síðu safnsins þar sem við bætum reglulega við myndum af því skemmtilega starfi sem á sér stað við undirbúning sýningar.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Ertu tilbúin frú forseti?