auglýsing

Hönnunarsafn Íslands auglýsir til umsóknar starf sérfræðings safneignar. Í starfinu felst skráning safngripa, umsjón með safnkosti og varðveislurýmum safnsins ásamt því að miðla á skapandi hátt þessari áhugaverðu hlið safnsins.
Leitað er að lausnamiðuðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og hönnun.

Leitað er að lausnamiðuðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og hönnun.

Helstu viðfangsefni:

• Umsjón með safnkosti og varðveislurými safnsins
• Skráning á safnkosti í Sarp skráningarkerfi
• Eftirlit og umsjón með aðstæðum í sýningasölum
• Miðlun safnkosts á samfélagsmiðlum
• Svörun fyrirspurna
• Þátttaka í gerð sýninga
• Önnur verkefni sem safnstjóri felur starfsmanni

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands leitar til almennings að leirmunum frá Glit vegna fyrirhugaðrar sýningar á næsta ári. Glit var stofnað árið 1958 af þeim Einari Elíassyni verslunarmanni, Ragnari Kjartanssyni leirlistamanni og myndhöggvara og Pétri Sæmundsen bankastjóra. Verkstæði Glit var  í bakhúsi á Óðinsgötu í Reykjavík en flutti árið 1967 á Höfðabakka.
Safnið leggur mikla áherslu á að fá upplýsingar um góða Glitmuni og óskar eftir að eigendur þeirra hafi samband við safnið. Fjölskyldur stofnenda Glits vinna að sýningunni í samstarfi við safnið. Árið 2003 var haldin sýning í Listasafni ASÍ með keramiki frá Glit með verkum Ragnars Kjartanssonar og samstarfsmanna hans, það sem þá var sýnt er á skrá sem komin er í hendur Hönnunarsafnsins.

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands auglýsir eftir afgreiðslustjóra, í 50% starf. Leitað er að ábyrgum einstaklingi til að sjá um gæslu í sýningarrýmum og til að hafa umsjón með mótttöku safnsins og safnbúð. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á hönnunarsögu, tala góða íslensku og ensku og koma vel fyrir.


 Starfssvið:

• Gæsla á sýningarrýmum og afgreiðslustörf
• Rekstrarstjórn á safnverslun og kaffi- og veitingasölu
• Símsvörun
• Ýmis tilfallandi verkefni er tengjast starfsemi safnsins


Menntun, reynsla og hæfni:

• Íslensku- og enskukunnátta eru nauðsynleg og eitt Norðurlandamál er kostur
• Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
• Haldgóð þekking og áhugi á hönnun og starfsemi safna
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Lipurð í samskiptum

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í janúar.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - auglýsing