Íslenski safnadagurinn

Í tilefni af íslenska safnadeginum þann 17. maí, verður boðið upp á leiðsagnir þar sem skyggnst verður bak við tjöldin í Hönnunarsafninu.

Gestir fá tækifæri til að ganga um mismunandi vinnurými safnsins  og heyra um það fjölbreytta starf sem þar á sér stað.

Í safneign Hönnunarsafnsins eru rúmlega 1200 gripir og mikill meirihluti þeirra eru húsgögn. Mikið starf fer fram í tengslum við safneign safnsins jafnvel þó ekki sé verið að setja upp sýningar. 

Í leiðsögn um varðveislurýmin gefst einstakt tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast gripum og starfi eina safns landsins sem safnar einvörðungu hönnun og nytjalist.

Takmarka þarf fjölda gesta í hverri leiðsögn og er miðað við 10 gesti í hóp.

Boðið verður upp á fjórar leiðsagnir sem taka hálftíma hver :

Kl. 13:30; 14:30; 15:30 og 16:30.

Lesa áfram

Hvað leynist á bak við tjöldin?

Date: 
sunnudagur, 17 maí, 2015 - 13:30 - 16:30
Hvað leynist á bak við tjöldin?

Í tilefni af íslenska safnadeginum þann 17. maí, verður boðið upp á leiðsagnir þar sem skyggnst verður bak við tjöldin í Hönnunarsafninu.

Gestir fá tækifæri til að ganga um mismunandi vinnurými safnsins  og heyra um það fjölbreytta starf sem þar á sér stað.

Í safneign Hönnunarsafnsins eru rúmlega 1200 gripir og mikill meirihluti þeirra eru húsgögn. Mikið starf fer fram í tengslum við safneign safnsins jafnvel þó ekki sé verið að setja upp sýningar. 

Íslenska
Lesa áfram

Íslenski safnadagurinn í Hönnunarsafni

Leiðsögn Ástríðar Magnúsdóttur um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? Kl. 14.

 

Ástríður, dóttir Vigdísar Finnbogadóttur var sjö ára gömul þegar móðir hennar var kosin forseti þjóðarinnar. Það að kona væri kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum var tímamótaviðburður í heimssögunni. Ástríður mun ganga um sýninguna með það að leiðarljósi og rifja upp sögur og minningar sem tengjast fatnaði og fylgihlutum sem eru til sýnis frá ferli móður sinnar.

 

Auk sýningarinnar á fatnaði og fylgihlutum frú Vigdísar Finnbogadóttur er sýning á grafískri hönnun Hjalta Karlssonar, en Hjalti býr í New York og rekur þar hönnunarstúdóið Karlssonwilker.

 

 

Verið velkomin á íslenska safnadaginn!

 

 

Lesa áfram

Sunnudaginn 7. júlí verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Hönnunarsafninu. Aðgangur er ókeypis.

FJÖLSKYLDULEIÐSÖGN Kl. 14:30 um yfirstandandi sýningu, Óvænt kynni, í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur fulltrúa safneignar.  Í leiðsögninni mun Þóra flétta inn frásögnum af því starfi sem fram fer á bak við tjöldin í Hönnunarsafninu og varpa ljósi á þá vinnu sem í gangi er á heimildaöflun um íslenska hönnunarsögu.

ÓVÆNT KYNNI - Innreið nútímans í íslenska hönnun (7.6. -13.10. 2013)

Lesa áfram

Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt næstkomandi sunnudag. Hönnunarsafnið tekur þátt í deginum af fullum krafti og fær skemmtilega heimsókn. Þann dag mun söfnum í Garðabæ fjölga um eitt þegar Smástundarsafnið skýtur upp kollinum hjá Hönnunarsafninu.

Hvað er þetta? Hvernig virkar það? Hvað gerir það eiginlega?

Átt þú hlut sem þú hefur aldrei áttað þig á hvernig virkar eða hvað hann gerir? Ef svo er, komdu við á sunnudaginn á milli 15 og 17. Smástundarsafnið tekur við hlutnum, skráir hann og vangaveltur þínar eða annarra um hann. Að sýningu lokinni tekur þú hlutinn aftur heim.
Taktu með þér dularfullan hlut eða hjálpaðu öðrum að finna út því hvernig þeirra hlutur virkar.
Verðum með heitt á könnunni og með því,
Hlökkum til að sjá ykkur!

Lesa áfram

Sunnudaginn 7. júlí verður íslenski safnadagurinn haldinn um allt land. Ýmislegt skemmtilegt verður um að vera í Hönnunarsafni Íslands.

Boðið verður upp á leiðsögn um sumarsýningu safnsins, Óvænt kynni kl. 14.30. Við það tækifæri opnum við Pallinn. Pallurinn verður staðsettur fyrir framan sýningarsalinn. Þar verður stillt upp ýmsum gripum úr safneign á meðan á sumarsýningunni stendur. Það kemst þó ekki hvað sem er á Pallinn. Þangað fara þeir gripir sem við þekkjum lítið til eða vantar upplýsingar um. Við viljum því leita til gesta eftir upplýsingum um viðkomandi grip eða vangaveltum um sögu hans.

Lesa áfram

Sunnudaginn 8. júlí er íslenski safnadagurinn en þá bjóða söfnin upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í Hönnunarsafni Íslands verður ratleikur fyrir alla fjölskylduna um yfirstandandi sýningu safnsins sem ber heitið ,,Saga til næsta bæjar". Dregið verður úr réttum lausnum og vegleg verðlaun í boði.

Saga til næsta bæjar er saga líðandi stundar, lýsing augnabliks í íslenskri vöruhönnun og innsýn í síðasta áratug, barnæsku fagsins á Íslandi á umbrotatímum.
nánar

Í anddyri safnsins er hægt að setjast niður við borðið Góu, spjalla eða fletta blaði yfir kaffibolla og súkkulaðifjalli.

Verið velkomin til okkar á sunnudaginn, aðgangur er ókeypis á íslenska safnadaginn.

Lesa áfram

Sunnudaginn 10. júlí var Hönnunarsafn Íslands með ratleik í tilefni af íslenska safnadeginum. Þátttakendur í leiknum urðu að svara sjö spurningum rétt til að eiga von á verðlaunum. Meðal þess beðið var um var að finna nöfn dýra í heitum safngripa, að finna rauða hluti á sýningunni og að leita að manninum í reit N12 á plakatinu Íslenska er okkar mál.  Þátttaka var afar góð og almenn ánægja með leikinn.

Dregið var úr réttum lausnum og fengu tíu manns pakka sem innihélt tvö plaköt og þrjár bækur: Lifandi silfrið, Hagvirkni og Mót.

Lesa áfram

Sunnudaginn 10. júlí er íslenski safnadagurinn en þá bjóða söfnin upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í Hönnunarsafni Íslands verður ratleikur um yfirstandandi sýningu safnsins og tilboð í safnbúð á bókum ásamt því að íslenska skyrkonfektið frá Erpsstöðum verður til sölu.

Verið velkomin til okkar á sunnudaginn, aðgangur er ókeypis á íslenska safnadaginn.

 

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Íslenski safnadagurinn