Fimmtudagskvöldið 15. janúar kl. 20 mun Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður mun halda fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands í tengslum við sýninguna Prýði, þar sem sýnd eru verk eftir íslenska gullsmiði í tilefni af 90 ára afmæli félagsins á liðnu ári.

Þór hefur um árabil stundað rannsóknir á íslenskri gull-og silfursmíði og mun í erindi sínu einkum fjalla um íslenzka silfursmíði á 18. og 19. öld og varðveitta smíðisgripi þeirra.

Þjóðminjasafnið gaf út rannsókn Þórs árið 2013. Bókin, Íslenzk silfursmíð er í 2 bindum og fæst í safnbúð Hönnunarsafnsins.

Ókeypis aðgangur er á fyrirlesturinn, allir velkomnir.

Lesa áfram