Leiðsögn síðasta sýningardag, sunnudaginn 31. maí kl: 14:00
Ámundi Sigurðsson, grafískur hönnuður og Helga Björnsson, tískuhönnuður munu ganga um sýningar á verkum sínum í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur sérfræðings munasafns Hönnunarsafnsins og rifja upp sögur tengdar ferli sínum.
Á 30 ára ferli hefur Ámundi unnið við nánast öll þau verkefni sem grafískum hönnuðum eru falin við sjónræna miðla. Ámundi er af kynslóð grafískra hönnuða sem vann bæði fyrir og eftir eina mestu tæknibyltingu sinnar greinar, innkomu tölvunnar og grafískra forrita og stafrænnar þróunar í prentun.