Fréttir

Góðan daginn, komið hefur í ljós að gestur í boði hjá safninu 6. mars greindist í kjölfarið með covid19 smit. Gesturinn dvaldi innan við 15 min í safninu og atvikið hefur verið tilkynnt til rakningarteymis. Haft hefur verið samband við þá aðila sem áttu í samskiptum við viðkomandi í meira en 30 sek.. Við bendum fólki á að á hafa samband við sína heilsugæslu eða heilsuveru.is finni það fyrir einhverjum einkennum.

Lesa áfram

Ásthildur Magnúsdóttir er vefari og æðardúnsbóndi. Hún verður með vinnustofudvöl í Hönnunarsafni Íslands næstu þrjá mánuði og verður með innflutningspartý föstudaginn 6. mars nk. kl. 18.

Verk Ásthildar spanna allt frá fínasta damaski yfir röggvarfeldi. Hún er fróðari en flestir um sögu og eiginleika íslensku ullarinnar. Vefari er í beinum tengslum við efnið og gefur verkinu og sjálfum sér tíma til sköpunar.

Lesa áfram

Sunnudaginn 1. mars nk. kl. 13 munu Þóra Sigurbjörnsdóttir, safnafræðingur Hönnunarsafns Íslands og Grétar Þorsteinsson sem starfaði sem húsgagnasmiður hjá Nývirki með Sveini Kjarval sjá um leiðsögn um sýninguna Sveinn Kjarval, það skal vanda sem lengi á að standa í Hönnunarsafni Íslands.

Leiðsögnin er á íslensku. Allir velkomnir.

Lesa áfram

Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og  Kolbrún Kjarval, keramiker, dóttir Sveins sjá um leiðsögnina.

Lesa áfram

Á Safnanótt, þann 7. febrúar býður Hönnunarsafn Íslands upp á lifandi jazz í sýningarsal safnsins þar sem nú stendur yfir sýningin, Sveinn Kjarval, það skal vanda sem lengi á að standa. Þetta verður góður fílingur en tónlistin mun duna frá kl. 21.

Lesa áfram

Sköpunarverk mannsins og hugmyndir ferðast eins og rekaviður, veltast um en eru ekki eins frumlegar og margur heldur. Hugmyndin er sú sama en útfærslan breytist á leiðinni eftir persónuleikum, staðbundnum efnivið og verkþekkingu.
Fyrirlesturinn heldur Guðmundur Oddur Magnússon, rannsóknarprófessor við LHI, í tengslum við rannsóknarverkefnið, íslensk myndmálssaga, sem nú hefur aðsetur í Hönnunarsafni Íslands. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Safnanætur og hefst kl. 20 föstudaginn 7. febrúar nk.

Lesa áfram

Dr. Arndís S. Árnadóttir verður með fyrirlesturinn Sveinn Kjarval, andinn býr í húsgögnunum, á Safnanótt þann 7. febrúar nk.kl. 18.

Á sýningunni sem nú stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands á verkum eftir Svein Kjarval er áherslan lögð á húsgagnahönnun Sveins. En Sveinn hannaði einnig innréttingar fyrir verslanir, veitingahús og ýmis opinber rými auk þess sem hann tók að sér innanhússhönnun fyrir fjölda heimila.

Lesa áfram

Á fundi neyðarstjórnar Garðabæjar í morgun var eftirfarandi ákveðið vegna veðurspár dagsins:
Stofnanir Garðabæjar: Bókasafn, Hönnunarsafn, Sundlaugar og íþróttahús og félagsstarf aldraða loka kl. 13.
Þjónustuver Garðabæjar á bæjarskrifstofunni verður opið.

Lesa áfram

Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og Þóra Sigurbjörnsdóttir, safnafræðingur safnsins verða með leiðsögn um sýninguna Sveinn Kjarval, Það skal vanda sem lengi á að standa, sunnudaginn 1. desember kl. 13.

Húsgögn Sveins Kjarvals úr safneign Hönnunarsafns Íslands eru meginuppistaðan í sýningunni en Sveinn hannaði einnig fjölda innréttinga fyrir heimili, verslanir og veitingahús.

Lesa áfram