Fréttir

Á Safnanótt, þann 7. febrúar býður Hönnunarsafn Íslands upp á lifandi jazz í sýningarsal safnsins þar sem nú stendur yfir sýningin, Sveinn Kjarval, það skal vanda sem lengi á að standa. Þetta verður góður fílingur en tónlistin mun duna frá kl. 21.

Lesa áfram

Sköpunarverk mannsins og hugmyndir ferðast eins og rekaviður, veltast um en eru ekki eins frumlegar og margur heldur. Hugmyndin er sú sama en útfærslan breytist á leiðinni eftir persónuleikum, staðbundnum efnivið og verkþekkingu.
Fyrirlesturinn heldur Guðmundur Oddur Magnússon, rannsóknarprófessor við LHI, í tengslum við rannsóknarverkefnið, íslensk myndmálssaga, sem nú hefur aðsetur í Hönnunarsafni Íslands. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Safnanætur og hefst kl. 20 föstudaginn 7. febrúar nk.

Lesa áfram

Dr. Arndís S. Árnadóttir verður með fyrirlesturinn Sveinn Kjarval, andinn býr í húsgögnunum, á Safnanótt þann 7. febrúar nk.kl. 18.

Á sýningunni sem nú stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands á verkum eftir Svein Kjarval er áherslan lögð á húsgagnahönnun Sveins. En Sveinn hannaði einnig innréttingar fyrir verslanir, veitingahús og ýmis opinber rými auk þess sem hann tók að sér innanhússhönnun fyrir fjölda heimila.

Lesa áfram

Á fundi neyðarstjórnar Garðabæjar í morgun var eftirfarandi ákveðið vegna veðurspár dagsins:
Stofnanir Garðabæjar: Bókasafn, Hönnunarsafn, Sundlaugar og íþróttahús og félagsstarf aldraða loka kl. 13.
Þjónustuver Garðabæjar á bæjarskrifstofunni verður opið.

Lesa áfram

Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og Þóra Sigurbjörnsdóttir, safnafræðingur safnsins verða með leiðsögn um sýninguna Sveinn Kjarval, Það skal vanda sem lengi á að standa, sunnudaginn 1. desember kl. 13.

Húsgögn Sveins Kjarvals úr safneign Hönnunarsafns Íslands eru meginuppistaðan í sýningunni en Sveinn hannaði einnig fjölda innréttinga fyrir heimili, verslanir og veitingahús.

Lesa áfram

Í tengslum við skráningu á keramiksafni Önnu Eyjólfsdóttur í Hönnunarsafni Íslands undanfarna mánuði hefur safnið fengið Ingu Sigríði Ragnarsdóttur til þess að halda fyrirlestur þar sem saga íslenskrar leirlistar frá árinu 1930 - 1970 er rakin. Fyrirlesturinn verður haldinn sunnudaginn 24. nóvember nk. kl. 13. Inga Sigríður vinnur nú ásamt Kristínu G. Guðmundsdóttur, listfræðingi, að rannsókn á þessu tímabili og fyrirhugað er að gefa út bók á næsta ári í tilefni af því að þá verða 90 ár liðin frá því að framleiðsla hófst á leirmunum á Íslandi í Listvinahúsinu.

Lesa áfram

Dr. Arndís S. Árnadóttir sýningarstjóri sýningarinnar Sveinn Kjarval, það skal vanda sem lengi á að standa, verður með leiðsögn um sýninguna ásamt Þóru Sigurbjörnsdóttur safnafræðingi Hönnunarsafns Íslands.Leiðsögnin fer fram sunnudaginn 10. nóvember nk. kl. 13.

Lesa áfram

Borðið Hyrna, kertastjakinn Stirni, fuglinn Dúskur og ruggustóllinn Rokki verða til sölu á Pop up markaði í Hönnunarsafni Íslands laugardaginn 9. nóvember milli 12 og 17.

Erla Sólveig Óskarsdóttir er sjálfstætt starfandi iðnhönnuður. Hún hefur einbeitt sér að húsgagnahönnun og hefur unnið með ýmsum framleiðendum í Evrópu, Suður-Ameríku og Bandaríkjunum.

Erla hefur tekið þátt í fjölda sýninga og mörg verka hennar hafa verið heiðruð alþjóðlega:
The Red Dot Design Award 1998
IF Product Design Award 1999 and 2010
Best of NeoCon, Silver Award 1999 and 2002
Premio Lapis Acero 2007

Lesa áfram

Sýning á verkum Sveins Kjarval (1919–1981) opnar í Hönnunarsafni Íslands laugardaginn 2. nóvember kl.16.
Á sýningunni er sjónum beint að mikilvægu brautryðjendastarfi Sveins hér á landi á sviði húsgagna- og innanhússhönnunar um tveggja áratuga skeið (1950–1970). Þá bárust hingað ríkjandi hugmyndir um nútímaleg og skynsamleg húsakynni þar sem húsgögn áttu umfram allt að vera einföld, létt og hentug og gerð úr efnivið sem fengi að njóta sín án nokkurs skrauts.

Lesa áfram