Á 6. áratug síðustu aldar varð til stál og plastreimastóll í Mexíkó. Ekki er vitað hver átti hugmyndina eða hannaði stólinn en hann var vinsæll á sumardvalastöðum eins og Acapulco í Mexíkó. Frágangur plastreimanna var undir áhrifum frá Maya-indjánum en formið var módernískt.Hér er hægt að nálgast mynd af stólnum sem kominn er aftur í framleiðslu hjá Ok design eftir að hafa horfið af sjónarsviðinu um tíma. Ef vel er að gáð sést að stálgrindin er ekki eins formuð og sú sem er í stólnum á Pallinum. Myndin sem fylgir fréttinni er af stólnum sem er í eigu Hönnunarsafnsins.

Okkur grunar að stóll Hönnunarsafnsins sé ættaður frá þeim bræðrum Jóni og Guðmundi Benediktssonum sem hönnuðu og framleiddu meðal annars stóla úr stáli og plastreimum á 6. áratugnum. Sjá má nokkra þannig stóla frá þeim bræðrum á sýningunni Óvænt kynni.

Býrð þú yfir vitneskju um stólinn á Pallinum?
Sendu okkur þá línu á honnunarsafn@honnunarsafn.is eða sláðu á þráðinn í síma 512-1525 á opnunartíma safnsins.

Hönnunarsafn Íslands er opið frá 12 - 17 alla daga, lokað á mánudögum.