Í Hönnunarsafni Íslands stendur yfir sýningin FIMM  ÁRATUGIR  Í  GRAFÍSKRI HÖNNUN.
Þar má sjá verk grafíska hönnuðarins Gísla B. Björnssonar.  Á langri starfsævi hefur hann hannað mörg þekkt merki fyrirtækja, t.d. merki Sjónvarpsins, Norræna félagsins og Hjartaverndar.

Tvær leiðsagnir eru framundan:

Hádegisleiðsögn. Föstudaginn 7. des. kl. 12.
Árdís Olgeirsdóttir fræðslufulltrúi sér um leiðsögn.

Almenn leiðsögn. Sunnudaginn 9. des. kl. 14.
Harpa Þórsdóttir forstöðumaður sér um leiðsögn.

Gengið verður um sýninguna og staldrað við bókakápur, tákn og grunnform í hönnun Gísla B.Björnssonar en á sýningunni má sjá,  forsíður  tímarita og þekkt merki fyrirtækja og félagasamtaka.
 
Leiðsögnin tekur um 30 mín. Nánari upplýsingar um safnið er að finna á vefsíðu safnsins,
www.honnunarsafn.is  og á fésbókinni.

Verið velkomin!