Starfsmaður í mótttöku og safnbúð óskast. Hönnunarsafn Íslands er sérsafn á landsvísu sem rannsakar, varðveitir og miðlar íslenskri og erlendri hönnunarsögu. Safnið er staðsett í hjarta Garðabæjar á Garðatorgi í Garðabæ. Í safninu er boðið upp á sýningar allt árið og ýmsa viðburði sem hafa að leiðarljósi að miðla þekkingu á hönnun til allra aldurshópa. Safnið er ein af stofnunum Garðabæjar og rekið í samræmi við mannauðsstefnu bæjarins. 

Við leitum að stundvísum, ábyrgum og heiðarlegum liðsmanni til að starfa í móttöku safnsins og safnbúð um helgar.

 Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Gæsla á sýningarrýmum og afgreiðslustörf
  • Símsvörun
  • Tilfallandi verkefni er tengjast starfsemi safnsins

Menntun, reynsla og hæfni:

  • Grunnmenntun. Íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg og eitt Norðurlandamál er kostur
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
  • Haldgóð þekking og áhugi á hönnun og starfsemi safna
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Lipurð í samskiptum og koma vel fyrir

Um er að ræða helgarvinnu aðra hverja helgi.

Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veita Ingiríður Óðinsdóttir afgreiðslustjóri eða Harpa Þórsdóttir forstöðumaður í síma safnsins 512 1525. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið: honnunarsafn@honnunarsafn.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar .

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.