Safnið virðist ef til vill líflaust um þessar mundir þar sem sýningarsalir þess eru tímabundið lokaðir, en svo er alls ekki. Á bak við tjöldin iðar allt af lífi þar sem margir koma undirbúningsvinnu fyrir sýninguna "Ertu tilbúin frú forseti?". Salir safnsins hafa tekið miklum stakkaskiptum, þar sem nýjir veggir rísa, loft verða til og hurðarop myndast. Alls staðar í safninu er fólk að störfum, þetta er því óneitanlega skemmtilegur tími!

Við bendum ykkur á að skoða facebook-síðu safnsins þar sem við bætum reglulega við myndum af því skemmtilega starfi sem á sér stað við undirbúning sýningar.

Þrátt fyrir að sýningarsalir séu tímbundið lokaðir þá er safnbúðin opin. Þar er hægt að nálgast fjölbreytt úrval af íslenskri hönnun og listhandverki, ásamt því að til sölu eru bækur sem gefnar hafa verið út af safninu. Einnig er hægt að setjast niður og fá sér einn góðan kaffibolla, kíkja í tímarit, spjalla og velta fyrir sér framgangi framkvæmda á Garðatorgi.
Búðin er opin á hefðbundnum opnunartíma: þriðjud. til sunnud. frá 12-17.

Verið velkomin!