Hönnunarsafn Íslands auglýsir eftir afgreiðslustjóra, í 50% starf. Leitað er að ábyrgum einstaklingi til að sjá um gæslu í sýningarrýmum og til að hafa umsjón með mótttöku safnsins og safnbúð. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á hönnunarsögu, tala góða íslensku og ensku og koma vel fyrir.


 Starfssvið:

• Gæsla á sýningarrýmum og afgreiðslustörf
• Rekstrarstjórn á safnverslun og kaffi- og veitingasölu
• Símsvörun
• Ýmis tilfallandi verkefni er tengjast starfsemi safnsins


Menntun, reynsla og hæfni:

• Íslensku- og enskukunnátta eru nauðsynleg og eitt Norðurlandamál er kostur
• Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
• Haldgóð þekking og áhugi á hönnun og starfsemi safna
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Lipurð í samskiptum

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í janúar.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 14. desember 2011.


Vinsamlegast sækið um með því að fylla út almenna atvinnuumsókn á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is


Nánari upplýsingar veita:
Þóra Sigurbjörnsdóttir fulltrúi í síma 512 1526 og 617 1526
Árdís Olgeirsdóttir fræðslu- og kynningafulltrúi  í síma 820 8544
Einnig er hægt að óska eftir frekari upplýsingum með því að senda póst á honnunarsafn@honnunarsafn.is