Föstudaginn 2. febrúar verður Safnanótt haldin hátíðleg í Hönnunarsafninu. Dagskráin hefst kl.18:00 og stendur til 23:00.

Boðið verður í Hlustunarpartý, leiðsagnir og hægt er að skoða fjórar sýningar í húsakynnum safnsins. Sýningarnar sem eru nú í safninu eru: Geymilegir hlutir, Íslensk plötuumslög, Íslenska lopapeysan - uppruni, saga og hönnun og Ðyslexitwhere.  

 

Kl. 20:30 - 21:00 - Leiðsögn um Íslensk Plötuumslög

Leiðsögn og spjall um sýninguna Íslensk plötuumslög: Sigríður Sigurjónsdóttir, safnstjóri og Sverrir Örn Pálsson, grafískur hönnuður

 

Kl. 21:00 - 21: 40 - Hlustunarpartý

Þrjátíu unglingar bjóða í Hlustunarpartý. Sýningin sem hefur fengið stórkostlega dóma var upphaflega hluti af alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Everybody’s Spectacular.
Listrænn stjórnandi: Ásrún Magnúsdóttir

Hópurinn verður með opna æfingu frá kl. 19.00 - 20.30, sýningin hefst kl. 21.00

 

Kl. 22:00 - 22:30 - Leiðsögn um sýninguna Íslenska lopapeysan, uppruni, saga og hönnun

Leiðsögn og spjall: Sigríður Sigurjónsdóttir, safnstjóri og Auður Ösp Guðmundsdóttir hönnuður sýningarinnar.

 

Ljósmynd fyrir Hlustunarpartý: Owen Fiene

Ljósmynd fyrir Íslensk plötuumslög, Íslensku lopapeysuna og Ðyslexitwhere: Vigfús Birgisson

 

ÍSLENSK PLÖTUUMSLÖG – SÍÐASTA SÝNINGARHELGI

Helgin 3.- 4. febrúar er síðasta sýningarhelgi sýningarinnar Íslensk plötuumslög.

Útlit og þróun plötuumslaga hefur þróast með tíðaranda og tækni frá því um miðbik síðustu aldar. Á sýningunni gefur að líta rúmlega 120 dæmi sem leiða okkur í gegnum þessar þróun.

Sýningarstjóri: Eggert Þór Reynisson

Sýningarhönnuðir: Hreinn Bernharðsson og Friðrik Steinn Friðriksson.