Safnanótt er haldin hátíðleg föstudaginn 3. febrúar frá 18:00 - 23:00.

Við bjóðum alla velkomna til okkar, aðgangur er ókeypis og það er tilvalið að gefa sér góða stund til að skoða. Tvær sýningar eru í sölum safnsins, annars vegar sýningin ,,Geymilegir hlutir" á munum úr safneign safnsins þar sem áhersla er lögð á að segja frá uppbyggingu safnkosts þessa unga safns og um leið hvernig verið er að rannsaka íslenska hönnunarsögu. Hin sýningin er „Á pappír“ þar sem sýnt er úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum.

Verkin gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og  innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda.

 

Dagskrá Safnanætur er eftirfarandi:

 

18:00-23:00  Ratleikur um Hönnunarsafn Íslands og Bókasafn Garðabæjar

Taktu þátt í ratleik á milli Hönnunarsafns Íslands og Bókasafns Garðabæjar. Safnaðu öllum stöfunum og skilaðu inn réttu svari. Vegleg verðlaun í boði.

18:30 –19:30 Leiðsögn um Á pappír

Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsin gengur með gestum um sýninguna Á pappír.

Verkin á sýningunni gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og  innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda.  

Sýnd eru verk eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda  (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985).

 

20:00 – 21:00 Einn á dag

Elsa Nielsen byrjar verkefni sem teygir sig fram í HönnunarMars. Elsa sló í gegn með verkefninu Ein á dag, þar sem hún teiknaði eina mynd á dag í heilt ár. Nú tekur hún fyrir stóla Hönnunarsafns Íslands og teiknar einn á dag í mánuð. Verkefnið hefst nú á Safnanótt og verður frumsýnt á HönnunarMars.

 

20:00 – 23:00 Teiknaðu einn

Gestum og gangandi gefst tækifæri til að teikna einn hlut af sýningunni Geymilegir hlutir. Myndunum verður safnað saman og þeim gerð skil á Facebooksíðu og heimasíðu safnsins.

 

22:00 – 22:30 Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Garðabæjar

Nemendur úr rytmadeild Tónlistarskóla Garðabæjar leika fyrir gesti.

 

19:30 – 23:00  Leiðsögumenn

Leiðsögumenn úr Fjölbrautarskóla Garðabæjar segja frá völdum gripum á sýningunni Geymilegir hlutir.

Nemendur úr FG taka að sér hlutverk leiðsögumanna og leiða gesti á milli gripa sem þau hafa valið að fjalla um á sýningunni "Geymilegir hlutir".

"Geymilegir hlutir" eru úrvalsmunir sem safnið varðveitir af ýmsum ástæðum.

Á þeim tíma frá því að Hönnunarsafn Íslands var stofnað, árið 1998, hefur safneignin styrkst og umsvif starfseminnar aukist. Nýir gripir sem koma í safnið á hverju ári leggja grunn að efni til rannsókna og þeir eru í sjálfu sér vitnisburður á hverjum tíma um það sem sérfræðingar álíta æskilegt að séu varðveittir í safni. Gildi þeirra hluta sem koma til safnsins breytist, merking getur orðið önnur – og jafnvel meiri.

 

21:30 – 22:00  Leiðsögn um Á pappír

Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins gengur með gestum um sýninguna Á pappír.

Verkin á sýningunni gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og  innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda.  

Sýnd eru verk eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda  (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985).