Á Safnanótt kl. 19 verður ný sýning opnuð í safninu sem heitir Sjálfsagðir hlutir. Ýmsir sjálfsagðir hlutir í umhverfi okkar eru fyrirferðarlitlir. Svo að segja allt sem við snertum dags daglega hefur verið hannað á einhvern hátt.  Á sýningunni Sjálfsagðir hlutir er vakin athygli á gripum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og þeim efnum sem þeir eru gerðir úr. Fjölskyldusmiðja verður í tengslum við sýninguna þar verða verkefni í tengslum við hráefni og hönnun.

Tækninýjungar, forvitni og útsjónarsemi einstaklinga hafa oftar en ekki haldist í hendur við að skapa eitthvað nýtt og óvenjulegt úr hráefnum. Hlutverk hönnuða er í flestum tilfellum að auðvelda líf okkar. Þeir eru stöðugt að hanna ný verkfæri sem hjálpa til við að leysa verkefni daglegs lífs.

Gripirnir á sýningunni eiga sér oft á tíðum sögu sem kemur á óvart, og í látleysi sínu er saga þeirra vart sýnileg. Tilviljun og hugmyndaauðgi eiga stóran þátt í að nýr hlutur verður til. Hönnun snýst oft á tíðum um að leysa vanda, þróa og betrumbæta.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður menningar-og safnanefndar Garðabæjar, opnar sýninguna. Allir eru velkomnir á Garðatorg á Safnanótt.

Sýningarstjórn: Árdís Olgeirsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir.


Safnið verður opið til miðnættis.

Dagskrá Safnanætur á Hönnunarsafni Íslands:
Opið hús kl. 19:00-24:00
Kl. 19:00 Opnun á nýrri sýningu - ,,Sjálfsagðir hlutir“
Kl. 19:30 – 21:00 Fjölskyldusmiðja, í tengslum við sýninguna ,,Sjálfsagðir hlutir“
Kl. 21:00 Myrkraleiðsögn: ,,Húsgögnin í nýju ljósi“ – Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona
Spennandi og óhefðbundin leiðsögn fyrir alla aldurshópa.
Kl. 22.30 Myrkraleiðsögn endurtekin
Skemmtilegt barnahorn fyrir yngstu börnin er opið á jarðhæð safnsins.

Sjá einnig aðra dagskrá í Garðabæ á Safnanótt.


Safnanæturstrætó keyrir á milli safna á Safnanótt. Stoppistaður á Garðatorgi, sjá tímatöflu hér á heimasíðu Safnanætur.
Sjá einnig fjölbreytta dagskrá í öðrum söfnum á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu Safnanætur.