FÍT í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands opna sýninguna Best Book Design from all over the World 2021 og 2020. Hátíðar opnun verður fimmtudaginn 11. nóvember milli 17:00–19:00.
Stiftung Buchkunst — Þýsk samtök tileinkuð bókahönnun — hefur árlega veitt verðlaun fyrir bókahönnun víðsvegar um heimin síðan 1963. Í ár voru sendar inn 500 bækur frá 30 löndum og hlutu 14 þeirra verðlaun. Þessar 14 bækur verða sýndar á sýningunni.