Verið velkomin á kynningu á skipulögðu fræðslustarfi fyrir börn og unglinga í menningarhúsum Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar. Á fundinum gefst starfsfólki leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva færi að kynna sér þá fræðsludagskrá og viðburði sem standa þeim til boða á einum stað.

Kynningin fer fram í Salnum (Hamraborg 6 í Kópavogi) miðvikudaginn 14. október kl. 14:30-16:00.

Eftirfarandi menningarhús munu kynna fræðslustarf sitt:
GERÐARSAFN (Hamraborg 4, Kópavogi)
SALURINN (Hamraborg 6, Kópavogi)
TÓNLISTARSAFN ÍSLANDS (Hábraut 2, Kópavogi)
HÖNNUNARSAFN ÍSLANDS (Garðatorgi 1, Garðabæ)
HAFNARBORG (Strandgötu 34, Hafnarfirði)
GLÚFRASTEINN (Mosfellsbæ)
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS (Hamraborg 6a)
HÉRAÐSSKJALASAFN KÓPAVOGS (Digranesvegi 7)
BÓKASAFN KÓPAVOGS (Hamraborg 6a)
BÓKASAFN GARÐABÆJAR (Garðatorgi 7)
BÓKASAFN HAFNARFJARÐAR (Strandgötu 1)

Salurinn stendur við Hamraborg sem tengist strætóleiðum 1, 2, 4, 28 og 35.
Fyrirspurnum er beint á brynjas@kopavogur.is.