Listadagar barna- og ungmenna eru haldnir í Garðabæ dagana 19.-29. apríl 2012. Þema listadaganna er ,,Hljómlist” og listadagarnir eru sannkölluð uppskeruhátíð.
 
Hönnunarsafnið hefur boðið upp á hljóðfæra- og listasmiðjur fyrir leik- og grunnskólahópa alla Listadagavikuna.
Lautin fyrir framan safnið hefur fengið skemmtilega uppliftingu með skrautlegum Listadagafígúrum sem nemendur leik- og grunnskólar Garðabæjar hafa skreytt í tilefni daganna.
Fjöldinn allur af börnum hefur sótt smiðjuna og fengið leiðsagnir um sýningar safnsins. Nauðsynlegt er að skólahópar skrái sig í smiðjuna fyrirfram í síma 820 8544 eða á netfangið ardisol@gardabaer.is


Síðastliðinn vetur sóttu allir leik- og grunnskólar Garðabæjar listasmiðjur á Hönnunarsafninu þar sem nemendur fengu að búa til fjölmörg hljóðfæri úr ýmsum efnum. Börnin fengu tækifæri til að spila á hljóðfærin á sérstakri Listadagahátíð sem var haldin á Garðatorgi miðvikudaginn 25. apríl.

Markmið Listadaga er að veita athygli og efla listastarf fyrir börn og ungmenni. Frekari fréttir af Listadögum má nálgast hér