Myndlistarkonan Jóhanna Ásgeirsdóttir leiðir smiðju þar sem stjörnur Einars Þorsteins, hönnuðar og arkitekts, verða notaðar sem fyrirmynd. Smiðjan er ætluð allri fjölskyldunni og eflaust gaman að sjá fallegar stjörnur í gluggum Garðbæinga í kjölfar smiðjunnar. Þátttaka ókeypis og öll velkomin.