Hönnunarsafn Íslands sýnir jólaóróa sem æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hóf framleiðslu á er þau fögnuðu 50 ára afmæli sínu árið 2006. Það ár var ákveðið að hefja framleiðslu á jólaóróum til styrktar stöðinni sem sinnir umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu. Íslensku jólasveinarnir og nánustu ættingjar þeirra eru í aðalhlutverki í jólaóróaseríunni. Nú þegar hafa sjö úr þessari þekktu fjölskyldu litið dagsins ljós: Kertasníkir, Hurðaskellir, Grýla, Ketkrókur, jólakötturinn og nú síðast Leppalúði. Þær Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður og Ingibjörg Haraldsdóttir ljóðskáld unnu saman að sköpun Leppalúða í ár.

Í safninu stendur yfir jólasýning safnsins Hvít jól, þar sem lagt er á borð fyrir matargesti með norrænum borðbúnaði. Þrettán stólar eftir heimsþekkta hönnuði frá norðurlöndunum prýða einnig sýninguna. Má þar nefna Peter Opsvik frá Noregi, Poul Kjærholm frá Danmörku, Harri Koskinen frá Finnlandi og ýmsa fleiri.

Matargerð og borðhald leika stórt hlutverk í norrænu jólahaldi. Hefðir og hátíðleiki einkenna þennan árstíma og á hátíðarborðinu á hver hlutursinn sess.

Í tengslum við jólasýninguna er föndursmiðja fyrir unga sem aldna en í jólaundirbúningnum er tilvalið  að staldra við í stuttri heimsókn á safnið til að föndra skraut á jólatré og klippa út kramarhús, músastiga eða jóladúka.