Sýningin Heimar / Kosmos verður opnuð næstkomandi miðvikudag, 26. mars í tilefni af HönnunarMars 2014. Þar getur að líta  fjölbreytta hönnun Daggar Guðmundsdóttur.

Dögg er mikilvægur fulltrúi sístækkandi hóps íslenskra hönnuða sem starfar með alþjóðlegum framleiðendum. Fjölbreytt hönnun hennar endurspeglar tilraunir með nýjan efnivið úr íslensku hráefni. Með ríka skapandi þörf að vopni og ásetning um frumlega nálgun við efnið verður niðurstaðan oft á tíðum óvænt. Verk Daggar hafa sterka tengingu við íslenskan þjóðararf, hún sækir innblástur í margbreytileika íslenska landslagsins og gamalt handverk og tengir saman á nýjan hátt.

Á sýningunni í Hönnunarsafni Íslands verða til sýnis vörur og húsgögn frá árunum 1999 til dagsins í dag. Lögð er áhersla á að sýna fjölbreytta efnisnotkun þar sem oft má greina uppruna hugmynda og sjá hvernig hugmynd breytist í meðförum hönnuðarins og verður að vöru á markaði. Meðal þeirra framleiðenda sem Dögg starfar með eru Ligne Roset, Cinna, Christofle, Be Sweden og NORR 11.

Sýningunni lýkur 8. júní 2014

Hönnunarsafnið er opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12-17.

 

KOSMOS 

Dögg Guðmundsdóttir at the Museum of Design and Applied Art

(26.3. – 8.6. 2014)

Dögg is an important representative of a growing group of Icelandic product designers who work with international manufacturers. Her varied designs reflect experiments with new materials from Icelandic sources. Armed with a powerful creative urge and a determination to find innovative uses for her materials, she often brings forth unexpected results. Dögg’s designs have a strong link to Icelandic heritage. She seeks inspiration in Iceland’s diverse landscapes and traditional craftsmanship, which she fuses together in new and exciting ways.

The exhibition at the Museum of Design and Applied Art comprises products and furniture from 1999 to the present. An emphasis is placed on the creative use of materials, which often reveal the origins of an idea and its evolution into a market product in the hands of the designer. The manufacturers with whom Dögg works include Ligne Roset, Cinna, Christofle, Be Sweden and NORR 11.

The Museum of Design is open Tue – Sun from 12-5 pm. Take Bus n°1 to the Museum. It takes only 8 minutes from Reykjavik Center.