Heimurinn heima er hönnunarsmiðja fyrir krakka og fylgifiska þeirra í vetrarfríi en smiðjan fer fram frá 13-15 dagana 14. og 16. febrúar. Hönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir stýra smiðjunni en þátttakendur setja sig í spor hönnuða og uppfinningamanna og búa til húsgögn í ímyndað heimili.

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.