Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og sýningarstjóri sýningarinnar, gengur með hönnuðum og skoðar verk þeirra.  Á sýningunni eru verk unnin með prjóni en hönnuðirnir voru sérstaklega beðnir um að færa vinnu sína fyrir sýninguna út fyrir þann bundna ramma sem markaður, tíska, framleiðsluþættir og kostnaður setur þeim almennt í þeirra vinnu. Hér er því um fantasíur margra okkar þekktustu hönnuða að ræða. Rætt verður um það í hverju höfundareinkenni þeirra felast og hvernig hönnuðirnir nálgast prjón og hefðbundnar aðferðir í vöruþróun sinni, með það í huga að skapa eitthvað nýtt og umbylta viðteknum venjum.

Verið velkomin.

Fimmtudagur 3. maí 2012, kl. 12:15

Ókeypis aðgangur