Á sunnudaginn kl. 14 mun Ármann Agnarsson sýningarstjóri ganga með Gísla B. Björnssyni um sýninguna á verkum hans.
Gestum gefst kærkomið tækifæri til að hlusta á ýmsan fróðleik um grafíska hönnun á Íslandi og feril Gísla, en hann er einn atkvæðamesti grafíski hönnuðurinn í íslenskri hönnunarsögu á 20. öld.
Gísli hefur m.a. hannað fjölda bókakápa og mörg þekkt merki fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana í samvinnu við samstarfsfólk sitt. T.d. merki Sjónvarpsins, merki Norræna félagsins og merki Hjartaverndar.
Sýningarstjóri er Ármann Agnarsson grafískur hönnuður og stundakennari við LHÍ.
Nánari upplýsingar um fræðsludagskrá og sýninguna á heimasíðu safnsins, www.honnunarsafn.is.
Verið velkomin!