Í apríl og maí býðst nemendum í  leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að koma í heimsókn í Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ og taka þátt í listasmiðju fyrir börn.

Í sýningarsölum safnsins eru tvær sýningar sýningin Fingramál og sýningin Sjálfsagðir hlutir Á sýningunni „Sjálfsagðir hlutir“ eru sýndir nokkrir hlutir sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og efnisvali þeirra gerð skil. Augnlinsur, tannstönglar, klósett og bréfaklemmur eru dæmi um hluti sem við teljum sjálfsagða í dag.

Í tengslum við sýninguna er starfrækt listasmiðja fyrir börn þar sem skólahópar hafa búið til flautur, smellur, módel af húsgögnum og annað skemmtilegt.

Á myndunum má sjá nemendur í 4. bekk í Hofsstaðaskóla sem komu í heimsókn ásamt kennurum sínum, en að lokinni leiðsögn um sýninguna fengu nemendur að búa til lítil flautuhálsmen í listasmiðjunni.