Þóra Sigurbjörnsdóttir verður með leiðsögn sniðna að fjölskyldum næstkomandi sunnudag kl. 14.00.
Gengið verður um sýninguna „Fimm áratugir í grafískri hönnun“. Þóra mun skoða sérstaklega tákn og grunnform í hönnun Gísla B.Björnssonar en á sýningunni má sjá bókakápur, forsíður tímarita og þekkt merki fyrirtækja og félagasamtaka.
 
Að lokinni leiðsögn geta fjölskyldur tekið þátt í skemmtilegri listasmiðju og hannað sitt eigið merki.

Leiðsögnin tekur um 20 mín og listasmiðjan verður opin þar á eftir. Nánari upplýsingar um safnið er að finna á vefsíðu safnsins,
www.honnunarsafn.is og á fésbókinni.