Sýningin Fingramál er sýning á verkum sex íslenskra hönnuða sem allir eiga það sameiginlegt að vinna með prjón. Sýningin verður opnuð formlega í safninu þann 21. mars kl. 17.

Verkin á sýningunni eru unnin innan ákveðins ramma en þau bera það með sér að hönnuðurnir hafa fullt listrænt frelsi til að tjá sig með hugmyndaflugi sínu. Fantasían í vinnu hönnuða verður ekki alltaf sýnileg þegar hönnun er komin á lokastig en hér er staðnæmst áður en ytri aðstæður, eins og markaður og tíska taka í taumana.

Hönnuðir sem eiga verk á sýningunni: Mundi, Aftur, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Volki, Hrafnhildur Arnardóttur aka. Shoplifter.

Sýningin Fingramál er framlag Hönnunarsafnins á HönnunarMars 2012 og stendur til 20. maí næstkomandi. Nánar um sýninguna

Sýningarstjóri er Steinunn Sigurðardóttir hönnuður.

 

Á HönnunarMarsinum í ár, kynnir safnið jafnframt samstarfsverkefni þess við Erlu Sólveigu Óskarsdóttur húsgagnahönnuð borðið Góu. Safnið óskaði eftir því við Erlu að hún hannaði létt borð fyrir gesti safnsins sem nota mætti bæði úti og inni.

Við hönnun borðsins var miðað við að ein manneskja gæti borið það og auðvelt væri að stafla því. Ames stólarnir eftir Erlu Sólveigu passa vel við borðið en hægt er að panta það í mismunandi litum. Form Góu minnir á origami, japanska pappírsbrotið sem tekur á sig kynjamyndir. Borðið hentar fyrir kaffihús og samkomustaði en einnig í garðinn og á svalirnar. Borðin eru smíðuð á Íslandi.

Til að smíða frumgerðir borðanna hlaut verkefnið styrk frá Rio Tinto Alcan á Íslandi.