Fréttir

Föstudaginn 30. september kl. 16:30 - 18:00 verður innflutningsboð í Hönnunarsafninu.

H A G E - hattagerðarmeistararnir Harper og Anna Gulla flytja inn í vinnustofuna í anddyri Hönnunarsafnsins! Þar ætla þau að vera til loka nóvember.
Anna Gulla og Harper eru meistarar í hattagerð. Þau kynntust í námi og felldu hugi saman í Cutters Academy í Gautaborg 2010. Með aðsetur í Kölingared (SE) og Reykjavík (IS) sérhæfa þau sig í að hanna og framleiða sérsaumaðan fatnað og fylgihluti úr náttúrulegum efnum.
Harper kennir einnig hattagerð við Cutters Academy í Gautaborg með áherslu á efni eins og loðskinn og leður. Anna Gulla gerir tilraunir með trefjar, massa og hefðbundnar aðferðir, hún sækir efni og þekkingu í nærumhverfi sitt.

Lesa áfram

Skemmtileg leiðsögn verður sunnudaginn 25. september kl. 13:00

Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar og Rannveig Pálmadóttir, fastagestur Laugardalslaugar (gömlu og nýju) til 80 ára segja frá ýmsu sem drifið hefur á dagana í lauginni.
Verið velkomin á líflegt spjall um lífið í lauginni.
Aðgangseyrir á safnið gildir.

Lesa áfram
Marcos Zotes, einn af eigendum arkitektastofunnar Basalt, segir frá sambandinu á milli samfélagslegs, náttúrulegs og tilbúins umhverfis með útgangspunkti í verkum Basalts.
Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku.
Aðgangseyrir að safninu gildir.

 

Lesa áfram
Hvað leynist í lauginni þinni?
Skemmtileg sundlaugasmiðja fyrir alla fjölskylduna með Rán Flygenring teiknara, sunnudaginn 4. september.
Fjölskyldur og vinahópar eru hvattir til að sameinast um að föndra sundlaug, sundgarpa eða annað sem getur leynst í sundlaugum.
Aðgangur ókeypis og efni til að föndra úr er á staðnum.

 

Lesa áfram


Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 29. ágúst 2022. Markmið með innsendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk. 


Hægt er að benda á verk í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands 2022 og Besta fjárfesting ársins 2022 í hönnun. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum hönnunar. 

Lesa áfram

Í tilefni hinsegin daga verður boðið upp á regnbogaprentsmiðju í Hönnunarsafninu 4. ágúst kl. 13 - 15.

Una María Magnúsdóttir, nemi í grafískri hönnun við Rietveld-akademíuna í Amsterdam, mun leiða smiðjuna sem ætluð er öllum aldurshópum.

Þátttaka er ókeypis og öll hjartanlega velkomin að fagna fjölbreytileikanum!

Lesa áfram

Leiðsögn um sýninguna SUND verður á 17. júní kl. 15:30-16:30.

Frítt er inn á safnið í tilefni þjóðhátíðardagsins.
Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur á Hönnunarsafni Íslands gengur með gestum um sýninguna SUND og segir frá ýmsu fróðlegu sem tengist sögu sundlauganna á Íslandi.
Hún mun einnig segja frá nýju verkefni sem er hafið í Rannsóknarrými safnsins og nefnist Tiltekt.
Verið velkomin og gleðilega hátíð! 

Lesa áfram

Innflutningsboð hjá Módelsmiðum verður haldið fimmtudaginn 16. júní kl. 16:30-18:00.

Verið velkomin í innflutningsboð hjá módelsmiðunum Snorra Frey Vignissyni og Láreyju Huld Róbertsdóttur.
Undanfarna mánuði hefur Hönnunarsafn Íslands staðið fyrir skráningu á verkum Högnu Sigurðardóttur, arkitekts (1929 - 2017). Við skráninguna kom í ljós fjöldi áhugaverðra teikninga sem urðu aldrei að byggingum.
Tilgangur verkefnisins er að rýna í þessar teikningar og gera vönduð módel eftir völdum teikningum. Teikningarnar sem hafa verið valdar eru Gnitavegur (nú Gnitanes) 10 í Skerjafirði, teiknað 1967, og Fjólugata 29 í Vestmannaeyjum, frá 1961.
Snorri Freyr Vignisson og Lárey Huld Róbertsdóttir útskrifuðust með BA-gráðu í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands 2022.
Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
 

Lesa áfram

Hefur þú brennandi áhuga á því sem gerist á bak við tjöldin í sundlaugunum? Viltu vita hvernig klór er búinn til? Hversu lengi mega sundverðir í turninum vera á vakt hverju sinni?
Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar og Þóra Sigurbjörnsdóttir, sérfræðingur Hönnunarsafns Íslands munu svara þessum og fleiri spurningum á leiðsögn um sýninguna SUND sunnudaginn 29. maí kl. 13.
Aðgangseyrir að safninu gildir.

Lesa áfram

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum, 18. maí kl. 16-17 ætlar Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og annar sýningarstjóra SUNDs, að vera með leiðsögn um sýninguna.
Mikilvægustu almannagæðin á Íslandi eru fólgin í heita vatninu. Athyglisverðustu almannarýmin eru sundlaugarnar. Sundlaugamenningin snýst um lífsgæði og lýðheilsu, íþróttir, leik, afslöppun og skemmtun, líkamsmenningu, siðmenntun og samneyti. Daglegt líf hefur í gegnum tíðina sett mark sitt á sundlaugarnar og gert þær að líkamsræktarstöð, skólastofu, félagsheimili, leikvelli og heilsulind.

Lesa áfram