Fréttir

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum, 18. maí kl. 16-17 ætlar Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og annar sýningarstjóra SUNDs, að vera með leiðsögn um sýninguna.
Mikilvægustu almannagæðin á Íslandi eru fólgin í heita vatninu. Athyglisverðustu almannarýmin eru sundlaugarnar. Sundlaugamenningin snýst um lífsgæði og lýðheilsu, íþróttir, leik, afslöppun og skemmtun, líkamsmenningu, siðmenntun og samneyti. Daglegt líf hefur í gegnum tíðina sett mark sitt á sundlaugarnar og gert þær að líkamsræktarstöð, skólastofu, félagsheimili, leikvelli og heilsulind.

Lesa áfram

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum gefur Hönnunarsafnið gestum sínum ferðagjöf í formi Sundferðar.

Gjöfina má nálgast á samfélgsmiðlum safnsins en einnig er hægt að skoða hana hér: https://sundferdir.com/ 

 

Lesa áfram

Sunnudaginn 1. maí frá kl. 13 fer fram kröfuspjaldasmiðja í Hönnunarsafni Íslands.

Kröfur og óskir, vonir og þrár krakka í dag og krakka á landnámsöld verða ræddar og allir geta sagt sína skoðun. Kröfuspjöld verða svo hönnuð og útbúin og sköpunargleðin verður við völd.
Þær Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og Ásgerður Heimisdóttir handverkskona og hönnuður leiða smiðjuna sem ætluð er allri fjölskyldunni. Smiðjan er ókeypis og liður í verkefninu Við langeldinn/Við eldhúsborðið sem styrkt er af Barnamenningarsjóði Íslands og ætlað er að vekja börn til umhugsunar um hvað er líkt og ólíkt með lífi barna á landnámsöld og í dag.

Lesa áfram

HönnunarMars verður haldinn hátíðlegur 4. - 8. maí næstkomandi.

Í tilefni af hátíðinni verður frítt inn á safnið.

Hvetjum við því sem flesta til að koma í heimsókn og skoða sýninguna SUND. Bathing culture, þar sem fjallað er um áhrif sundlauga líf Íslendinga. Sýning sem var unnin í samstarfi við námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Í anddyri safnsins á Pallinum er síðan hægt að sökkva sér í Sýndarsund Hrundar Atladóttur myndlistarmanns. Ævintýraleg ferð í undirdjúp sundlaugar í gegnum VR-gleraugu.

Lesa áfram
Sunnudaginn 24. apríl kl. 13:00 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna SUND.
 
Katrín Snorradóttir, þjóðfræðingur gengur með Þóru Sigurbjörnsdóttur sérfræðingi safnins, um sýninguna og segir frá ýmsum hliðum sundmenningar landans.

Katrín vann meistararitgerðina sína í þjóðfræði um sundmenningu Íslendinga og er ein af þeim sem skipa rannsóknarteymi í þjóðfræðinni um efnið.
Lesa áfram

<script async src="https://pagead2.googlesyndication.com/pagead/js/adsbygoogle.js?client=ca..."

     crossorigin="anonymous"></script>

Sunnudaginn 10. apríl kl. 13:00 - 13:45.  Við skellum okkur á kaf í sundpælingar. Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands sér um leiðsögn um sýninguna SUND.

Aðgangseyrir að safninu gildir.

 

Lesa áfram

Regnbogasmiðja með Dagrúnu Ósk Jónsdóttur þjóðfræðingi og Ásgerði Heimisdóttur hönnuði, verður haldin í Smiðju Hönnunarsafnsins laugardaginn 9. apríl kl. 13:00 - 15:00.
Unnið er með drauma, hjátrú og fegurð regnbogans í Smiðjunni. Hönnun, handverk og pælingar fyrir alla fjölskylduna.
Dagskráin er liður í Barnamenningarhátíð í Garðabæ.
____________________________________________
Heildardagskrána fyrir laugardaginn 9. apríl :

Bókasafn Garðabæjar
kl. 12-14Kynjaverur; grímu og klippimyndasmiðja með Hrund Atladóttur myndlistarkonu.

Glerhýsið Garðatorgi 1-4
kl. 12-14
Víkingaskipasmiðja með myndlistarkonunum Rakel Andrésdóttur og Sölku Rósinkranz sem velta upp spurningum um hvernig var að vera barn á leið til Íslands á landnámsöld.

Lesa áfram

Opnunartímar safnins um páskana eru eftirfarandi:

14.04. skírdagur, opið frá 12 - 17.

15.04. föstudagurinn langi, lokað.

16.04. laugardagur, opið frá 12 - 17.

17.04. páskadagur, lokað.

18.04. annar í páskum, lokað.

Lesa áfram

Þriðjudaginn 29. mars kl. 17:30 halda Unnur Valdís Kristjánsdóttir og Omer Shenar fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands.

Unnur er hönnuður Flothettunnar, vatnsmeðferðaraðili og jógakennari. Omer, sem er fæddur í Ísrael er sérfræðingur í vatnsmeðferðum. Þau munu fjalla um sögu vatnsmeðferða og af hverju vatnið hentar vel fyrir endurhæfingu og næringu líkama og anda. Þau munu fjalla um samstarf sitt og hvernig ástríðan fyrir vatninu fékk þau til að tengjast og skapa vandaða vatnsmeðferð, Flotþerapíu.

Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og ensku.
Aðgangseyrir að safninu gildir.
 

Lesa áfram

Sýningarstjórar SUNDs, þau Valdimar T. Hafstein, þjóðfræðingur og Brynhildur Pálsdóttir, hönnuður munu ganga með gestum um sýninguna og draga fram áhugaverðar sögur tengdar sundinu og sýningunni.

Leiðsögnin fer fram 27. mars kl. 13:00.

Aðgangseyrir að safninu gildir.

Lesa áfram