Býrð þú yfir vitneskju?

Sumarsýningu Hönnunarsafns Íslands, Óvænt kynni. Innreið nútímans í íslenska hönnun, er meðal annars ætlað að styrkja rannsóknarhlutverk safnsins um íslenska hönnunarsögu. Hugmyndin með Pallinum er að sýna gripi sem vantar meiri upplýsingar um. Gripum verður skipt reglulega út á meðan á sýningartíma stendur. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðunni sem og á facebook síðu þess. Þar sem hægt verður að nálgast myndir og upplýsingar um alla gripi sem valdir eru á Pallinn.

Þekking á íslenskri hönnunarsögu er enn að mótast og eitt stærsta verkefnið sem unnið er að í safninu í dag er að leita upplýsinga og safna og skrá skipulega þessa sögu eftir ýmsum leiðum. Í safneignina hafa ratað hlutir sem lítið er vitað um. Því viljum við nota tækifærið samhliða sýningunni Óvænt kynni, og leita til gesta safnsins eftir upplýsingum.

Ef þú býrð yfir vitneskju varðandi hlutinn á Pallinum þætti okkur vænt um að þú deildir henni með okkur. Við biðjum þig um að senda okkur skilaboð á honnunarsafn@honnunarsafn.is með upplýsingum um gripinn. Einnig er hægt að hringja í síma: 512-1525 á opnunartíma safnsins. Upplýsingarnar geta verið allt frá því að vera nafn hönnuðar eða smiðs yfir í minningar um gripinn eða grip líkan þeim sem er á pallinum og frá hvaða tímabili gripurinn sé.

The Podium
Do you have information about the object on display?
If so please tell us! Send us an email with the information at honnunarsafn@honnunarsafn.is

Verið velkomin!
Hönnunarsafn Íslands er opið alla daga frá 12-17, lokað mánudaga.