Sunnudaginn 7. júlí verður íslenski safnadagurinn haldinn um allt land. Ýmislegt skemmtilegt verður um að vera í Hönnunarsafni Íslands.

Boðið verður upp á leiðsögn um sumarsýningu safnsins, Óvænt kynni kl. 14.30. Við það tækifæri opnum við Pallinn. Pallurinn verður staðsettur fyrir framan sýningarsalinn. Þar verður stillt upp ýmsum gripum úr safneign á meðan á sumarsýningunni stendur. Það kemst þó ekki hvað sem er á Pallinn. Þangað fara þeir gripir sem við þekkjum lítið til eða vantar upplýsingar um. Við viljum því leita til gesta eftir upplýsingum um viðkomandi grip eða vangaveltum um sögu hans.

Smástundarsafnið kemur í heimsókn til okkar á íslenska safnadeginum. Smástundarsafnið er opið frá kl.15.00 til 17.00. Lesa má um safnið á heimasíðu þess. Nánar verður fjallað um heimsókn safnsins síðar í vikunni.

Ókeypis aðgangur verður á íslenska safnadeginum.

Verið velkomin!

Opið alla daga frá 12 - 17, lokað mánudaga.