Sunnudaginn 10. júlí er íslenski safnadagurinn en þá bjóða söfnin upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í Hönnunarsafni Íslands verður ratleikur um yfirstandandi sýningu safnsins og tilboð í safnbúð á bókum ásamt því að íslenska skyrkonfektið frá Erpsstöðum verður til sölu.

Verið velkomin til okkar á sunnudaginn, aðgangur er ókeypis á íslenska safnadaginn.