Fréttir

Á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar, opnar ný fastasýning í Hönnunarsafni Íslands.
Á sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili má finna í kringum 200 dæmi um íslenska hönnun en safneign Hönnunarsafns Íslands telur í heild um 5000 muni frá árinu 1900 til dagsins í dag.
Sýningin er sett upp sem grunnmynd af heimili en líkt og á heimilum fólks má sjá þar hlið við hlið muni frá mismunandi tímabilum. Húsgögn, borðbúnaður, fatnaður, bækur og textíll frá ólíkum tíma koma saman og varpa ljósi á brot af því sem íslenskir hönnuðir og handverksfólk hefur skapað.

Lesa áfram

Föstudaginn 20. janúar klukkan 18 verður sýningin Fallegustu bækur í heimi opnuð á Pallinum.
Best Book Design from all over the World keppnin hefur verið haldin frá árinu 1963 með það að markmiði að hvetja til aukins alþjóðlegs samtals um bókahönnun.<br>Að þessu sinni bárust inn bækur frá 30 löndum. Fjórtán bækur voru verðlaunaðar og sýningin samanstendur af þessum bókum. Í ár var það bókin On the Necessity of Gardening. An ABC of Art, Botany and Cultivation sem hlaut aðalverðlaunin en hún kemur frá Hollandi og er hönnuð af Bart de Baets.

Lesa áfram

Ada Stańczak er keramikhönnuður og rannsakandi sem mun dvela fram í maí í vinnustofu Hönnunarsafnsins. Innflutningsboð verður í Hönnunarsafninu kl. 18 föstudaginn 20. janúar. Ada lauk námi í menningarfræðum frá Háskólanum í Varsjá og keramiknámi frá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Hún flutti til Íslands fyrir fimm árum og við það kviknaði áhugi hennar á því að rannsaka hvernig íslenskur efniviður eins og leir, jarðvegur, hraun og steinar geta haft áhrif á það að tilheyra ákveðnum stað eða landi.

Á meðan á dvölinni stendur mun Ada rannsaka möguleika jarðefnanna sem litarefni fyrir keramik. Gestir geta fylgst með tilraunum, vöruþróun og gerð verka frá upphafi að fullgerðri vöru. Einnig geta gestir verslað beint frá hönnuðinum.

Ada mun standa fyrir námskeiðum og vinnusmiðjum á meðan á dvölinni stendur. Upplýsingar verða settar á heimasíðu safnsins og samfélagsmiðla.

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands auglýsir til umsóknar starf sérfræðings safneignar. Í starfinu felst skráning safngripa, umsjón með safnkosti og varðveislurýmum safnsins ásamt því að miðla á skapandi hátt þessari áhugaverðu hlið safnsins.
Leitað er að lausnamiðuðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og hönnun.

Leitað er að lausnamiðuðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og hönnun.

Helstu viðfangsefni:

• Umsjón með safnkosti og varðveislurými safnsins
• Skráning á safnkosti í Sarp skráningarkerfi
• Eftirlit og umsjón með aðstæðum í sýningasölum
• Miðlun safnkosts á samfélagsmiðlum
• Svörun fyrirspurna
• Þátttaka í gerð sýninga
• Önnur verkefni sem safnstjóri felur starfsmanni

Lesa áfram

Hattagerðarmeistararnir Anna Gulla og Harper bjóða upp smiðju í gerð áramótahatta.
Unnið verður aðallega í pappír. Efniviður á staðnum og frítt inn. Öll velkomin.

Lesa áfram

Starfsfólk Hönnunarsafns Íslands sendir hátíðarkveðjur og þakkir til vina og velunnara safnsins.

Árið var sem fyrr fjölbreytt og skemmtilegt!

Opnunartímar um jól og áramót:

24.12 LOKAÐ / CLOSED

25.12 LOKAÐ / CLOSED

26.12 LOKAÐ / CLOSED

27.12 OPIÐ/ OPEN 12-17

28.12 OPIÐ / OPEN  12-17

29.12 OPIÐ / OPEN 12-17

30.12 OPIÐ / OPEN 12 -17

31.12 LOKAÐ / CLOSED

01.01 LOKAÐ / CLOSED

 

*Mynd tekin á afhendingu Íslensku safnaverðlaunanna, þar sem Hönnunarsafnið var eitt af fimm tilnefndum söfnum.

Lesa áfram

Þetta er engin venjuleg uppskera. Anna Gulla og Harper bjóða upp á hattaveislu af bestu gerð nú þegar dvöl þeirra á safninu fer að ljúka. Miðvikudaginn 14. desember kl. 17 í Hönnunarsafni Íslands.
 

Lesa áfram

Myndlistarkonan Jóhanna Ásgeirsdóttir leiðir smiðju þar sem stjörnur Einars Þorsteins, hönnuðar og arkitekts, verða notaðar sem fyrirmynd. Smiðjan er ætluð allri fjölskyldunni og eflaust gaman að sjá fallegar stjörnur í gluggum Garðbæinga í kjölfar smiðjunnar. Þátttaka ókeypis og öll velkomin.

Lesa áfram

Laugardaginn 12. nóvember ætlar Þóra Sigurbjörnsdóttir, sérfræðingur safnsins að vera með erindi um safngeymslu þess. Safnið geymir um 5000 hönnunargripi í dag, sem eru varðveittir í varðveislurými þess. Hvaða hlutir eru þetta? Af hverju er verið að varðveita þá? Hvaða sögur leynast í safngeymslunni? Þessar og fleiri vangaveltur verða ræddar á laugardaginn.

 

Lesa áfram

Katla Einarsdóttir og Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir leiða smiðjuna, þær eru nýútskrifaðir grafískir hönnuðir. Smiðjan er byggð á útskriftarverkefnunum þeirra frá Listaháskólanum í vor.
Katla bregður á leik með leir, makkarónur og fleira sem umbreytist í skemmtilegt letur. Jóhanna stýrir perli þar sem perluð verða nýstárleg mynstur. Mynstrin eru búin til með gervigreind sem vann þau upp úr Sjónabókinni.
Sjón er sögu ríkari í þessum skemmtilegu nálgunum að grafískri hönnun.

Lesa áfram